TÖRUTRIX – Að móta augabrúnirnar á auðveldan hátt!

Augabrúnatískan hefur farið í allar áttir í gegnum tíðina hvort sem þær eru rakaðar alveg af og teiknaðar aftur á, aflitaðar, dekktar, eða mótaðar í ákveðið form. Hafið þið einhvern tímann velt því fyrir ykkur að það er nánast hægt að horfa á augabrúnirnar á manneskju á gamalli mynd til þess að finna út frá því hvaða ári/tímabili myndin var tekin.

Í dag er mjög flott að vera með náttúrulegar og þykkar augabrúnir eins og hún Cara Delevingne er þekktust fyrir. Augabrúnirnar gera svo ótrúlega mikið fyrir andlitið, skerpa það, yngja eða elda.

Sjá einnig: Lærðu að láta húðina ljóma: Tara Brekkan kennir okkur réttu handtökin

„Reglan“ er í rauninni sú að ef um ljósari hár er að ræða er gott er að nota augabrúnalit sem er tveimur tónum dekkri en hárið á manneskjunni er, en ef hárið er mjög dökkt nota þá augabrúnalit í svipuðum lit.

Mér finnst fallegt að vera með náttúrulegar augabrúnir en stundum vil ég móta þær og gera þær skarpari. Þá nota ég þessi trix í videoinu hér fyrir neðan. Margt er hægt að nota s.s. augabrúnagel, blýjanta, augabrúnatúss, augnskugga, vax, gel, krem það er svo mikið til! þið finnið það sem hentar ykkur.

Sjá einnig: Æðisleg sumarförðun að hætti Töru Brekkan

Mig langaði til að sýna ykkur nokkur TöruTRIX hvernig ég móta augabrúnirnar mínar ef ég vill meiri skerpu og getið þið séð það í myndbandinu hér fyrir neðan.

SHARE