Törutrix| Viltu læra að gera hátíðarförðun?

Nú er desember að ganga i garð og þakkargjörðarhátíðin á næsta leiti. Ákvað ég því að gera eina hátíðarförðun sem er hægt að notfæra sér fyrir hin ýmsu skemmtilegu tilefni. Ég ákvað að nota þessa rauðu, fjólubláu cranberry liti og gliiiiimmer!!!! Ég á það til að missa mig í glimmeri í desember. Það lífgar nú bara upp á allt með öllum fallegu jólaljósunum.

Í myndbandinu sýni ég hvernig ég geri förðunina skref fyrir skref og að sjálfsögðu fylgja Törutrix með! En ekki hvað.

Þessa förðun er hægt að nota einnig fyrir árshátíðir, útskriftir og um að gera að glimmera sig upp fyrir áramótin líka. Mig langar að minna á að þið þurfið ekki að nota sömu liti og ég, það má allt, endilega prófið líka með öðrum litum.

Munið eftir að horfa alveg til enda, vegna þess að ég kryddaði aðeins uppá förðunina í lokin fyrir þá sem þora.

Endilega kíkið á myndbandið hér fyrir neðan.

Knús, Tara.

SHARE