TÖRUTRIX| Viltu læra förðunartrixin fyrir haustið?

Nú er sumarið á enda og farið að hausta og dimma hjá okkur Íslendingum. Finnst mér það persónulega mjög kósý að geta kúrt undir teppi við kósý kertaljós með heitt kakó. Það er gaman að fylgjast með því hvernig litatískan breytist eftir árstíðum. Litapalletta haustsins frá Pantone, fyrir haustið 2015, er í þessum tónum sem eru á myndinni hér að neðan. Það er gaman að fylgjast með hvernig búðargluggarnir fara flestir í þessa liti hvort sem það eru húsgögn, föt eða varalitir.

Panton-Fall-2015-Forecast

Ég tók mig til og gerði mína uppáhalds haustförðun í þessum fjólubláu litum og varir í stíl. Þetta er mín uppáhalds förðun þegar ég fer eitthvað fínt út. Þetta video er fullt af Törutrixum og tók ég fyrir eitt vinsælasta förðunartrendið í dag sem kallast að “baka”.

Að baka húðina þýðir að baka saman hyljara og lausu púðri sem bakast saman og myndar fallega áferð á húðinni sem tollir lengi á. Ég mæli ekki með að gera þetta dagsdaglega, frekar þegar þú ert að fara fínt út og vilt að farðinn haldist lengi á eða fyrir myndatökur.

Ég sýni ykkur einnig hvernig ég skyggi nefið og þá meina ég að gera nefið beinna eða mjórra.

Ég er ekki að segja að allir eigi að gera þetta heldur langaði mig bara til að sýna ykkur hverng þetta er gert fyrir þá sem vilja prófa.

Endilega kíkið á myndbandið hér fyrir neðan.

SHARE