Törutrix|Lærðu að farða þig eins og Kardashian/Jenner systur

Við hjá hun.is ákváðum að taka áskorun og breyta Guðrúnu Veigu og Kiddu í Kardashian/Jenner systur, nánar tiltekið þær Kim Kardashian og Kylie Jenner. Þær systur eru þekktar fyrir það hvernig þær eru farðaðar enda hafa þær komið af stað mismunandi förðunartrendum, sem sumum líkar og öðrum ekki. Kim er þekktust fyrir mikið ,,contour” og Kylie fyrir stækkaðar varir sínar.

Við ákváðum að taka farðanirnar uppá video fyrir ykkur að sjá. Mér finnst ótrúlega gaman að prófa að gera mismunandi farðanir enda erum við misjöfn eins og við erum mörg. Sumir farða sig lítið á meðan aðrir gera meira og allt má. Það væri líka frekar leiðinlegt ef allir væru eins.

Ég notaði að sjálfsögðu nokkur Törutrix með í videoin til að einfalda mér verkið.

Ég mæli hins vegar ekki með því að farða sig svona dagsdaglega en það er gaman að prófa og leika sér. Við skemmtum okkur konunglega við upptöku á þessu video og vonum að þið skemmtið ykkur jafnvel að horfa.

Ef þið viljið sjá videoið okkar ýttu á linkinn hér fyrir neðan.

SHARE