Undirfatamódel brjóstfæðir og svarar gagnrýni á Instagram

Ofurmódelið sem sjokkeraði heimsbyggðina með ögrandi meðgöngumyndum og fæddi stálheilbrigðan dreng í kjölfarið, er fylgjandi brjóstagjöf. Það sem meira er, hún deilir nú myndum af sjálfri sér og gullfallegu barninu við brjóstagjöf og lætur neikvæðar athugasemdir ekki slá sig út af laginu fremur en fyrri daginn.

Sjá einnig: Fyrirsæta komin átta mánuði á leið og í hörkuformi

Þannig deildi Sarah þessari ljósmynd á Instagram fyrir stuttu og lét neikvæðar athugasemdir annarra notenda á samskiptamiðlinum sem vind um eyru þjóta, en við mynd sína skrifaði ofurmódelið smágerða orðin:

unfollow me. No need to hate on a beautiful moment with my son #normalizebreastfeeding

Sjá einnig: Sjokkeraði með ögrandi meðgöngumyndum og fæddi stálheilbrigðan 16 marka dreng

Á íslensku útleggjast orðin eitthvað á þessa vegu:

Hættið bara að fylgja mér. Engin ástæða til að hatast út í fallegt augnablik með syni mínum.

Og þar höfum við það, brjóstagjöf er eðlileg og falleg og meira að segja smágerð baðfatamódel sem gera út á fallegan líkamsvöxt og óaðfinnanlegt útlit brjóstfæða börn sín.

Sjá einnig: Situr fyrir í undirfötum mánuði eftir barnsburð

 

SHARE