Var ráðlagt að fara í fóstureyðingu

Þegar móðir Justin Bieber, Pattie Mallette, varð ófrísk af honum var hún alls ekki á góðum stað í lífinu samkvæmt slúðursíðunni Perez Hilton. Hún var þunglynd auk þess sem hún átti í stríði við fíkniefnadjöfulinn. Fólk í kringum hana ráðlagði henni meira að segja að fara í fóstureyðingu en Pattie gerði það ekki.

Hún sagði:

[quote]Ég vissi bara að ég gæti ekki gert það, ég varð bara að eiga hann. Hvernig sem ég myndi fara að því, þá skyldi ég gera mitt besta og var staðráðin í því að reyna.[/quote]

Auðvitað sér Pattie ekki eftir því í dag því sonur hennar er  í dag einn af dáðustu mönnum í heimi. Hún segir að hún hafi fyrst verið viss um að hún hafi tekið rétta ákvörðun þegar hún heyrði Justin gráta í fyrsta sinn.

[quote]Ég veit að ég hljóma geðveikislega en gráturinn hans hljómaði eins og söngur í mínum eyrum og það eina sem ég hugsaði var: Hann er mér svo dýrmætur og mig langaði bara að kreista hann.[/quote]

Það er hægt að lesa meira um Pattie og Justin í bók Pattie sem heitir The Story of Justin Bieber’s Mom.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here