Stjörnuspár segja okkur gjarnan hvað er gott og fínt við okkur. Stundum þurfum við líka að vita hvað það er sem er miður gott við okkur. Þannig er bara lífið krakkar. Við þurfum að vera meðvituð um brestina okkar til þess að geta tekist á við þá.

Hér eru verstu persónueinkenni stjörnumerkjanna talin upp.

Hrúturinn

Hrúturinn er stjórnsamur, tilætlunarsamur og oft á tíðum hrokafullur. Hann á það til að vera árásargjarn og ef hann fær lausan tauminn getur verið hræðilegt að vinna fyrir hann. Hér er ráð fyrir Hrútinn: Slakaðu á og taktu djúpa andadrætti.

Minnkaðu væntingar þínar til annarra og mundu að þú ert bara ein manneskja af 7 milljörðum manna. 

Nautið

Nautið er traust en á sama tíma alveg svakalega þrjóskt. Það elskar peninga og á það til að valta yfir fólk. Nautið ætti að reyna að vera ekki hefnigjarnt í þrjóskunni sinni.

Tvíburinn

Tvíburinn er bæði vingjarnlegur og falskur. Hann missir mjög auðveldlega áhugann á fólki og hlutum og á það til að vera mjög barnalegur.

Krabbinn

Krabbinn er það viðkvæmur að honum líður eins oft eins og hann sé á vígvelli. Hann er vægast sagt mislyndur og á það til að missa stjórn á skapi sínu og finnst oft eins og fólk sé að ráðast á hann. Mundu það Krabbi að það er oftast ekki raunin, að fólk sé að ráðast á þig.

Ljónið

Ljónið er frekar sjálfmiðað og hégómafullt merki. Það þrífst á athygli og verður að fá hrós til að vera hamingjusamt. Kæra ljón, mundu að vera ánægð/ur með sjálfan þig.

Meyjan

Meyjan er frekar ánægð með sig. Hún er með fullkomnunaráráttu og þegar henni finnast hlutirnir vera fullkomnir og einhver er ósammála, á hún það til að æsa sig. Meyjan þarf að róa sig og skilja það að lífið er ekki fullkomið.

Vogin

Vogin er svakalega óákveðin. Í guðanna bænum, gerðu upp hug þinn kæra Vog. Vertu mátulega kærulaus og ekki ofhugsa hlutina.

Sporðdrekinn

Sporðdrekinn á það til að vera tilætlunarsamur og stjórnsamur á fólkið í kringum sig. Hann hatar breytingar og á erfitt með að fyrirgefa. Sporðdreki, þú ættir að vinna í þessu seinna. Lærðu að sleppa tökunum á því sem liðið er.

Bogmaðurinn

Bogmaðurinn er svokallaður „besservisser“, opinskár og þver karakter. Á sama tíma er hann innhverfur sem gerir það auðvelt fyrir hann að vera „grimmur“. Elsku Bogmaður, mundu að leyfa þér að finna fyrir samkennd með öðrum.

Steingeitin

Steingeitin er algjör „vinnumaur“ og stundum alltof stíf. Hún verður að vinna aðeins minna og gefa sér tíma til að slaka á og njóta lífsins.

Vatnsberinn

Vatnsberinn er hljóður en hættulegur (silent but deadly). Hann er kaldur við fólk ef hann er reiður og á erfitt með að opna sig. Vatnsberinn þarf að læra að opna sig.

Fiskurinn

Fiskurinn er svolítið í sínum eigin heimi. Hann á erfitt með að vera með báða fætur á jörðinni og það sést á fólkinu í kringum hann. Það er gott að vera með frjótt ímyndunarafl, en Fiskurinn þarf að æfa sig í að vera í tengingu.

Heimildir: Higherperspective.com

 

 

 

SHARE