Villtur Lax með fetaosti

Freistingarthelmu bjóða uppá þennan 😉

2 flök af Laxi 
1 dós af fetaosti
4 tómatar
1/2 rauðlaukur
Safi úr 1/2 sítrónu
fersk basilika
salt

Setjið laxinn í álpappír eða eldfast mót sem má fara á grillið (eða ofninn). Hellið olíunni af fetaostinum og setjið á fiskinn. Gott er að hafa smá af olíu eftir því það gerir fiskinn svo góðan og djúsí.

Skerið tómatana smátt niður ásamt rauðlauknum. Saxið ferska basiliku smátt niður og setjið yfir fiskinn. Kreistið síðan safann úr 1/2 sítrónu jafnt yfir eða meira ef þú vilt. Kryddið með smá salti.

Grillið yfir meðalháum hita þar til fiskurinn er tilbúinn. Passið ykur þó að grilla hann ekki of mikið því þá verður hann svo þurr. Berið fram með því meðlæti sem ykkur langar til.

Ég er mikil meðlætiskona og því var ég með sætar kartöflur í ofni með hvítlauk og engifer, hrísgrjón, fersk salad og Bernaise-sósu!

Já og sorry, ég gleymdi að taka mynd af fiskinum þegar hann var tilbúin, var svo svöng!

SHARE