Fortíðin heldur okkur oft í heljargreipum og það sem mörgum langar helst að losna undan er fortíðin, svo hún hætti að halda aftur af okkur og komi í veg fyrir að framtíð okkar verði góð. Okkur dreymir öll um að geta á endanum gert allt það sem okkur lystir, vaknað þegar okkur langar eða unnið við það sem okkur virkilega langar, finna ekki fyrir leiða þegar haldið er af stað til vinnu. Það frelsi sem okkur langar í er í raun nær heldur en okkur grunar. Við þurfum ekki að vera föst þar sem okkur langar ekki að vera. Við sjálf erum í raun föst í okkar eigin hugarheimi.
Hér eru nokkur atriði sem hugsanlegt er að þú þurfir að losa þig undan svo þú komist áfram í lífinu eins og þú óskar þér:
1. Væntingar samfélagsins
Samfélagsmiðlar og samfélagið í heild sinni segja okkur hvernig best sé að hátta lífi okkar og vilja að við eyðum allri orku okkar í að uppfylla skilyrði þeirra. Þessi utanaðkomandi áhrif halda aftur af þér með því að láta þig halda að þú þurfir að vera á vissa vegu til að uppfylla þessi skilyrði samfélagsins, sem hafa ekkert að gera með hvernig þú vilt í rauninni vera sem einstaklingur.
Kannski langar þig virkilega mikið til þess að vera önnur manneskja en samfélagið býst við af þér en þú hefur ekki hugmynd um hvernig þú ferð að því. Þetta fasta form um það hvernig við eigum að vera gerir það að verkum að við erum í sífellu að reyna að uppfylla staðla sem gangast okkur ekki eins mikið og það gagnast samfélaginu í heild sinni. Það er eins og við erum að fylla vitund allra annarra á því hvernig við erum, í stað þess að vera fyllilega við sjálf, óháð óskráðum reglum samfélagsins. Frelsið felst í því að vera þú sjálf/ur.
2. Fortíð þín.
Fortíðin skilgreinir ekki þá mannneskju sem við erum í dag. Það má vel vera að þú sért áminnt/ur reglulega á það sem þú hefði mátt gera betur eða það sem þú gerðir, sem þú sérð eftir. Það sem þú gerðir í fortíðinni mun halda aftur af þér ef þú heldur fast í það. Ef við höldum í það, mun það gera það að verkum að þú dregur sjálfa/n þig niður yfir hlutum sem tilheyra fortíðinni.
Fortíðinni er ætlað að leiða þig í rétta átt, en samfélagið og við sjálf segjum okkur að það sem við vorum, allt saman lagt, séu okkar örlög í framtíðinni. Það eina sem skiptir máli í dag er að þú takir góðar ákvarðanir í framtíðinni og verðir samkvæm/ur þér til þess að skapa þér þá framtíð sem þú óskar þér og að þú verðir sú manneskja sem þú vilt verða.
3. Þörfin til þess að heilla aðra.
Þörfin til þess að heilla aðra er komin frá okkar innri manni, sem er í raun hluti af þróun mannsins. Það hefur orðið til þess að við þurfum í sífellu að láta ljós okkar þannig skína að aðrir falli í skuggann, svo að við verðum öðrum æðri, en það heldur okkur föstum um leið. Það að vera betri og fallegri en aðrir og með meiri aðlögunarhæfni, átti að gera okkur hæfari til að lifa, þannig virkar sjálfið okkar.
Í dag höfum við það þó annað vopn sem heitir rökhugsun, en þörfin fyrir að keppast við aðra, keppast um “like” á samfélagsmiðlum, hvort við eigum stærra hús en næsti maður eða hvort við séum í betra formi en aðrir er hluti af því að þurfa að fá samþykki frá samfélaginu til þess að við sjáum að við erum þess virði að vera meðlimir þess.
Þegar við erum laus við þrýstinginn frá öllum hégóma samfélagsins, erum við loksins búin að losa okkur við hlekkina sem halda okkur aftur, sama í hvaða átt við stefnum í lífi okkar eða þegar þér líður ekki lengur eins og þú þurfir að vera betri en aðrir. Lifðu fyrir sjálfa/n þig og vertu sannarlega þú þegar þú ákveður hvað þig langar til að fá út úr lífinu þínu. Við sjálf erum ekki ego-ið okkar.
4. Ótti um framtíðina.
Óttinn sem tekur athyglina okkar frá núinu og í burtu frá raunveruleikanum. Það er ekkert skelfilegt við framtíðina, nema við hugsum okkur að hún sé skelfileg, full af erfiðleikum, mistökum og sársauka. Það er ekki neitt slæmt við framtíðina, nema okkur skorti sjálfstraust eða sjálfsöryggi í dag. Lykilinn að framtíðinni liggur í því að við hugsum um það sem við erum að gera í dag og að við verðum að komast yfir alla þá vantrú sem við höfum á okkur sjálfum. Án þessa, mun framtíðin ávallt vaxa þér í augum.
Það eru ekki stórar líkur á því að það muni koma verri dagar en þeir sem þú hefur nú þegar upplifað og þú svo sannarlega getur ekki lifað í þeirri hugsun að allt fari niður á við, því það kemur í veg fyrir að þú takir það skref sem þú þarft til að komast áfram. Lærðu að lifa daginn í dag. Hugsaðu þér að framtíð þín verði eins frábær og góður dagur í núinu og að framtíðin sé einungis framlenging af góðum degi.
5. Sambönd sem eru ekki þess virði að halda áfram
Sambönd eru fjölbreytt. Rómantísk sambönd, vinir, fjölskyldumeðlimir eða samstarfsmenn. Stundum höldum við áfram að vera í samböndum, sem okkur langar ekki að vera í eingöngu vegna þess að við viljum ekki særa hina manneskjuna. Með öðrum orðum, þá höldum við stundum áfram að vera í sambandi við manneskjur vegna samviskubits.
Ef þú ert í sambandi við manneskju sem er ekki þess virði út af samviskunni, ert þú að halda uppi óheilbrigðum ótta. Of margir halda áfram í óheilbrigðum samböndum og gleyma því að lífið er of stutt til þess að fylgja ekki fyllilega hjartanu sínu. Slepptu tökunum og gefðu þér leyfi til þess að fylgja hjartanu. Frelsið felst í því að þú getir tjáð þig, sagt það sem þú meinar, eða hvernig þér líður, þrátt fyrir að það gæti gert einhvern annan óhamingjusaman.
Ert þú að frelsa sjálfa/n þig, svo þú getir lifað lífi þínu eftir hjarta þínu eða ertu að láta aðra segja þér hvernig þú átt að vera, líða eða hvert þú átt að fara? Lífið er of stutt fyrir efasemdir sem draga okkur niður og halda aftur af okkur. Það er bara manneskjan sem býr innra með okkur sem leiðir okkur rétta veginn og hún er ÞÚ!
Sjá einnig: Ert þú frjáls?
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.