Vinir Jim óttast að hann muni fremja sjálfsvíg

Jim Carrey hefur fengið á sig tvær kærur eftir að hans fyrrverandi kærasta, Cathriona White, svipti sig lífi.

Jim hefur verið sakaður um að smita hana af kynsjúkdómum og einnig að hafa ráðið einkaspæjara til að hrella fjölskyldu Cathriona.

„Jim var, fyrir lögsóknirnar, í miklu vonleysi vegna dauða Cathriona og þetta gæti bara verið til þess að ýta honum fram af brúninni,“ segir heimildarmaður Radar Online.

Sjá einnig: Kærir Jim Carrey fyrir að redda lyfjum

 

 

Móðir Cathriona, Brigid Sweetman, fór í mál við Jim og fyrrum eiginmaður Cathriona, Mark Burton, fór í mál á svipuðum tíma. Í ákæru Mark segir að Jim hafi smitað Cathriona af Herpes 1 og 2 og lekanda, en hann segir að Jim hafi verið greindur með sjúkdómana í Janúar 2013 undir nafninu Jose Lopez.

jim

Í textaskilaboðum sem fóru á milli Cathriona og Jim var parið að ræða, í smáatriðum, þau einkenni sem hún fann fyrir. Stuttu eftir þau orðaskipti sendi Jim skilaboð á Cathriona þar sem stóð: „Þetta hefur verið of mikið fyrir að takast á við. Ég hef verið stanslaust stressaður og það er hættulegt fyrir mig, svo ég verð að sleppa tökunum…. Ég er komin á endastöð.“

Móðir Cathriona hefur heitið því að draga sína kæru til baka ef Jim sannar það að hann er ekki með neina kynsjúkdóma. Hún segir að hegðun Jim gagnvart Cathriona hafi orðið til þess að hún tók sitt eigið líf í september 2015.

 

SHARE