15 ára stúlka skaðbrennur eftir ljósabekk – Lá á spítala í sólarhring

15 ára gömul stúlka frá Englandi var lögð inn á spítala eftir að hún skaðbrann eftir ljósabekk. Stúlkan, sem hefur ekki verið nafngreind, fór í ræktina í heimabæ sínum og fannst það vera sniðug hugmynd að fara í fyrsta skiptið í ljós. Stúlkan var ekki beðin um skilríki, sem er með öllu óheimilt þar sem 15 ára börn mega ekki fara í ljósabekki. Stúlkan fór 2 daga í röð í ljósabekk, í 10 mínútur í senn.

Stúlkan byrjaði skömmu seinna að finna fyrir óþægindum í húð og nokkru seinna þegar sársaukinn var orðinn óbærilegur var hún flutt á spítala. Stúlkan lá á spítalanum í sólarhring með næringu í æð og missti 3 vikur úr skólanum, þær 3 vikur var hún rúmliggjandi í móki og þjáðist mikið.

Stúlkan segir “Sársaukinn var á skalanum 1-10, 10!! sársaukinn var óbærilegur, ég gat ekki labbað eða hreyft mig”

Eigandi líkamsræktarstöðvarinnar hefur verið kærður og mun þurfa að borga sekt.

Við vitum það öll í dag að ljósabekkir geta verið stórhættulegir og það að vera í sól, án þess að hafa sólarvörn á sér er líklega það allra versta sem þú getur gert húðinni þinni. Húðin er okkar stærsta líffæri og við skulum muna að hugsa vel um hana. Of mikil ljósabekkjanotkun og það að leyfa sólinni að brenna þig er einnig það sem eldir húðina mest og það er alveg á hreinu að hrukkurnar koma mun fyrr ef þú ert mikið í sól óvarin. Það allra versta er þó húðkrabbameinið en með því að stunda ljósabekki aukum við líkurnar á því til muna. Börn eiga EKKI að stunda ljósabekki og líkur þeirra á að fá sortuæxli aukast mikið því yngri sem þau eru þegar þau byrja að stunda bekkina.

Í dag eru ýmis úrræði til staðar ef þú vilt endilega vera sólbrún/n, eins og til að mynda brúnkusprey og við mælum með því í stað ljósabekkja.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here