Ég er svo lánsöm að síðastliðið haust eignaðist ég alveg nýja mágkonu og það án þess að skipta um maka.

Þessi mágkona mín er listakokkur og gaf út litla matreiðslubók fyrir nokkrum árum sem var svo seld í ákveðnu upplagi og allur ágóði rann til félags langveikra barna. En auk þess að vera snilldarkokkur er hún með risastórt hjarta.

Litla matreiðslubókin ber nafnið: Rögguréttir.

Nú hefur hún gefið mér leyfi til að birta uppskriftir hér á hun.is svo undirbúið ykkur fyrir mjög gómsætar uppskriftir.

Uppskrift:

3-4 teningar kjúklingakraftur
3-4 matsk olía
1, 5 tesk karrý
1 heill hvítlaukur
1 púrrulaukur
1 rauð og 1 græn paprika
blómkál og brokkolí (eftir smekk)
1 askja rjómaostur ( 400 gr).
1 flaska chillisósa Heinz
1,5 lítrar af vatni
1 peli rjóma
salt og pipar

Kjúklingabringur, steiktar og skornar í bita.

Aðferð:

Hvítlaukur, paprikur, olía, púrrulaukur, karrý steikt í potti smástund. Út í það fer rjómaostur, Heinz chillisósa, kjúklingakraftur og vatn ásamt rjóma, salti og pipar. Hrært vel í, á meðan suðan kemur upp. Að lokum er kjúklingnum bætt útí og látið malla í ca 20 mín.

 

Við höfum á þessu heimili verið svo heppinn að fá þessa súpu hjá henni Röggu og ég skal segja ykkur það að þetta er sko : AÐALSÚPAN….. brjálæðislega góð!

 

 

 

Kristín fæddist á nunnuspítala og var skírð á flugvelli í henni Ameríku.
Hún er gift og a þrjú börn og eitt barnabarn. Hún hefur mestum hlut unnið við að efla fólk og hefur menntað sig á því sviði.
Elskar að lesa, skrifa og mála en útivist og andleg málefni heilla hana.
Hún skrifar út frá eigin reynslu, faglegu nótunum og kaldhæðnislega um upplifun sína af breytingarskeiðin miðaldra kvenna, með hækkandi aldri hefur hún lært að létta sér lífið sem húsmóðir og gera mat á einfaldan hátt en alveg afbragðsgóðan svo frá henni má sjá uppskriftir að ýmsu góðgæti.
Hennar motto er jákvæðni út í cosmmosið því af lífnu hefur hún lært að jákvæðni kemur manni ansi langt!

SHARE