DIY: Spreyjaðu til að punta heimilið

Hér er á ferðinni stórsniðug lausn til að fegra heimilið. Í rauninni er hægt að nota hvaða lit sem þér þykir fallegastur og þú getur gefið gömlum hlutum nýtt hlutverk eða bara látið ódýra og einfalda hluti líta út fyrir að vera rándýra.

Sjá einnig: Heimilið: Lífgaðu upp á það með litum

Gömul leikföng, ódýrir vasar eða kertastjakar, hvað sem kemur upp í huga þinn, getur öðlast nýtt líf með spreybrúsa af uppáhalds litnum þínum.

Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.

SHARE