Ég er pestósjúk og þegar mig langar í eitthvað alveg geggjað þá er döðlupestóið mitt tilvalið. Það er hvorki flókið né mikið vesen og það er einmitt minn stíll.

Uppskrift:
Ein krukka af rauðu pestói (bara þá tegund sem þér líkar)

Hálf krukka fetaostur og smá af olíunni líka

1 1/2 dl svartar ólífur gróft saxaðar
1 1/2 dl döður, smátt saxaðar
1 1/2 dl af steinselju, smátt söxuð
1 1/2 dl af brotnum kasjúhnetum
Tvö hvítlauksrif, smátt skorin eða pressuð

Aðferð

Allt sett í skál og blandað saman. Gott að geyma í kæli í nokkra tíma áður en borið fram, stundum er ég svo gráðug að það kemst ekki allt í kæli!

Yfirleitt geri ég þessa uppskrift tvöfalda og stundum breyti ég hlutföllum ef ég á ekki nákvæmlega til rétt magn.

Sjúklega gott með góðu hrökkkexi og já klikkað á Camenbertost!

Kristín fæddist á nunnuspítala og var skírð á flugvelli í henni Ameríku.
Hún er gift og a þrjú börn og eitt barnabarn. Hún hefur mestum hlut unnið við að efla fólk og hefur menntað sig á því sviði.
Elskar að lesa, skrifa og mála en útivist og andleg málefni heilla hana.
Hún skrifar út frá eigin reynslu, faglegu nótunum og kaldhæðnislega um upplifun sína af breytingarskeiðin miðaldra kvenna, með hækkandi aldri hefur hún lært að létta sér lífið sem húsmóðir og gera mat á einfaldan hátt en alveg afbragðsgóðan svo frá henni má sjá uppskriftir að ýmsu góðgæti.
Hennar motto er jákvæðni út í cosmmosið því af lífnu hefur hún lært að jákvæðni kemur manni ansi langt!

SHARE