Fólk úr öllum áttum gleður tveggja ára gamla stúlku sem berst við krabbamein – Yndisleg saga!

Hazel er tveggja ára gömul stúlka sem greindist með æxli í maga í apríl. Hazel og mamma hennar eru saman á spítala í Los Angeles þegar hún gengst undir krabbameinsmeðferð. Móðir hennar segir að hún sé afskaplega dugleg en móðir hennar reynir að gera eitthvað skemmtilegt með henni á spítalanum, eins og að leira, þegar hún er nógu hress.

4. júlí fékk Hazel hita og þurfti að leggjast inn á spítala, Hazel langaði að búa til skilti og líma það á sjúkrahúsgluggann og henni varð að ósk sinni, móðir hennar og amma bjuggu til skemmtilegt skiti og límdu á gluggan í herberginu hennar. Skiltið stóð í nokkra daga en einn daginn gerðist það að ókunnugur maður sá skiltið, tók mynd af því og birti það á síðunni reddit.com.

Viðbrögðin stóðu ekki á sér og aðdáendur Reddit voru ekki lengi að láta ósk hennar rætast. Á skiltinu stóð “Sendið pítsu í herbergi 4112.”

Fólk úr öllum áttum fór að senda litlu stelpunni pizzu og hinir krakkarnir á krabbameinsdeildinni fengu að njóta veislunnar með henni. Haldin var pítsuveisla fyrir alla krakkana á spítalanum!

Hazel gengur vel í meðferðinni og mamma hennar er viss um að hún muni sigrast á veikinum sínum. Foreldrar hennar eiga 4 börn, öll undir 6 ára aldri og reyna að taka einn dag í einu. Margt smátt gerir svo sannarlega eitt stórt og fólki allsstaðar að tókst að gleðja þessa litlu stelpu og vini hennar á spítalanum.

Hér er myndband af litlu stúlkunni:

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”M21BuYGCl_Y”]

SHARE