Heimalagað tortellini – Æðislega gott

Það er ekki eins erfitt og maður gæti haldið að búa til tortellini. Þegar maður er kominn upp á lag með það kaupir maður ekki aftur tilbúið pasta. Við fundum þessa æðislegu uppskrift. Pastað er einstaklega bragðgott og það er vel hægt að dunda sér við að búa þetta til sjálfur.

Efni:

Í deigið

  • 2 bollar hveiti
  • salt
  • 3 egg
  • vatn

Fyllingin

  • 1/2 bolli kotasæla
  • 2-1/2 msk. mjúkur geitarostur
  • 2 msk. nýtt basilíkum, saxað
  • salt og pipar

1

Aðferð

Látið hrærivélina hnoða hveiti, salt og eggin í kúlu. Látið standa í hálftíma.

 

Blandið nú saman öllu efninu í fyllinguna, kælið þar til á að nota hana.

2

Fletjið deigið út

Ef þið eigið tæki við hrærivélina til að fletja út er auðvelt að nota það. Annars notar maður bara kökukeflið og fletur deigið út eins þunnt og manni finnst þægilegt. Gott að hafa það þunnt!  Þá er næst að skera út hringina (best að nota smákökumót, u.þ.b. 7cm í þvermál).

 

Og þá er fylling látin í hvern hring

 

 

og kökunni lokað. Vætið fingurna í vatni og þrýstið brúnunum saman svo að þær haldist lokaðar.

 

Loks er kakan brotin varlega saman (sjá mynd), og endarnir látnir mætast. Gott að nota sleifarskaft til að bretta endana yfir.

 

Þá er að elda pastað

Látið suðuna koma upp í stórum potti. Setjið tortellínið og saltið i pottinn og látið sjóða þar til það flýtur uppi, u.þ.b. 2-3 mín. Sigtið vatnið frá og njótið vel!

Meira í Pasta
Tilbúinn til eldunar – Eldum rétt er frábær kostur fyrir alla
Myndir
18 dýr sem þurfa að fá viðurkenningu
Myndband
Anna Wintour tekur ísfötuáskorun: Skríkir eins og smástelpa með rennblautt hár
Myndir
Afrakstur helgarinnar…
Myndband
SKYLDUÁHORF: Gullfalleg táknmálstúlkun á gullsmellinum Halo
Myndir
14
26 ástæður fyrir því að börn eru eins og fullorðnir drukknir einstaklingar
Guðdómlegur Bordeaux varalitur: Lærðu trixin – Myndband
5 sjóðheitir kappar til að elta á Instagram
Þjóðarsálin: Í Guðs bænum hjálpaðu þeim sem eru þunglyndir
Myndir
Fólk sem deyr rétt eftir að það tók „selfie“ – Tilviljun?
Ódýrt og einfalt fegrunarráð
Smart strákar með hjartað á réttum stað: Rúlla 21 kílómetra til styrktar Reykjadals
Myndir
Tilkynnið óléttuna með stæl! – Myndir
24 tímar í paradís: Bárðarbunga hvað?
Stúlka spyr nokkra menn úti á götu hvort þeir vilji sofa hjá henni, hvert ætli svarið verði? Myndband
Lögreglan lýsir eftir Sigríði Hrafnhildi Jónsdóttur (61 árs)