Heimilisstörf sem henta barninu þínu

Margir velta því fyrir sér hvenær rétti tíminn er til að láta börnin hjálpa til á heimilinu. Málið var kannað af Babyologists og komust þau að þeirri niðurstöðu að börn geta byrjað að hjálpa til fyrr en margan grunar.

Hér geturðu séð hvaða heimilisverk börnin þín geta leyst. Með því geta þau létt undir með ykkur fullorðna fólkinu og þetta kennir þeim að mikilvæga lífslexíu sem er að hjálpast að.

 

Sjá einnig: Er erfitt að láta barnið þitt læra heima?

Samkvæmt Marty Rossmann prófessor kennir það börnum að taka ábyrgð og treysta á sig sjálf, ef þau fá verkefni á heimilinu frá unga aldri.

Ungt fólk sem fékk verkefni um 3-4 ára aldurinn var líklegra til að eiga gott samband við fjölskyldu sína og vini, þegar fram liðu stundir, klára nám og vera komið með starfsframa ungt að árum.

Hvað geta börnin þín gert:

2 og 3 ára aldur:

Hjálpa til við að búa um rúmið sitt
Tína upp dótið sitt eftir að hafa verið að leika sér
Setja óhreinu fötin sín í óhreinatauskörfuna
Þurrka af aðgengilegum flötum
Hjálpa til við að þurrka ef eitthvað hellist niður

3-4 ára aldur:

Klæða sig og setja óhrein föt í óhreina tauið
Búa um rúmið sitt
Laga til í herberginu sínu
Halda á litlum hlutum inn úr bílnum
Hjálpa til við að leggja á borð
Ganga frá hreinu leirtaui
Hjálpa til við að útbúa mat
Fara með samanbrotinn þvott inn í hvert herbergi
Ganga frá sínum fötum á rétta staði í sínu herbergi
Moppa yfir gólfið

Sjá einnig: Að eiga barn með adhd

6-7 ára aldur

Vökva blómin
Ryksuga
Brjóta saman föt
Bera ábyrgð á því að gefa gæludýrinu að borða

 

8-11 ára aldur:

Raka grasið og laufin saman
Þrífa baðherbergið
Pússa gler og spegla
Fara út að labba með hundinn
Hengja þvott á snúruna

12 ára og uppúr

Slá grasið
Hjálpa til við að útbúa mat
Nota eldhústækin
Skipta á rúminu sínu
Skipta um ljósaperu
Barnapössun
Útbúa mat fyrir fjölskylduna

 

 

Eru börnin þín að hjálpa til við heimilið?

 

SHARE