Hvert borð er tileinkað Disneyævintýri!

Þau Ty Junemann og Ashley Idema trúlofuðu sig við hliðina á kastala Fríðu og dýrsins í Disneylandi. Þeim fannst því alveg kjörið að hafa Disneyþema í brúðkaupinu sínu.

Ashley föndraði skrautmun á miðju hvers borð og svo var ævintýra þema á hverju einasta borði.

Dawn Browne ljósmyndari tók myndirnar og sagði: „Þetta var góð leið til að láta gestina byrja að spjalla.“

 

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.

SHARE