Tómat og papríkusúpa með góðu brauði.

Þessi súpa er stútfull af næringu en það sem meira er að hún drepur allt sem heitir flensa og kvef.

Hráefni:

2 heilir hvítlaukar
2 laukar
4 dósir whole tomatos eða diced tomatos with basilikka (hunts)
2 lítrar vatn
súputeningar eftir smekk t.d 4 stóra nautateninga
Salt
Pipar
Rósmarin
Basilikka

Aðferð:

Saxið hvítlauksgeira úr tveimur heilum hvítlaukum og laukin í fína bita og steikið í smjöri þar til orðnir mjúkir.

Þá er tómötunum í dós skellt útí ásamt súputeningum og kryddi.

Súpan látin malla í ca 20 mín eða lengur, verður betri eftir því sem hún mallar lengur og enn betri daginn eftir.

Borin fram með góðu brauði og má gjarnan henda út í hana rifnum osti ef maður er í þannig skapi.

 

Kristín fæddist á nunnuspítala og var skírð á flugvelli í henni Ameríku.
Hún er gift og a þrjú börn og eitt barnabarn. Hún hefur mestum hlut unnið við að efla fólk og hefur menntað sig á því sviði.
Elskar að lesa, skrifa og mála en útivist og andleg málefni heilla hana.
Hún skrifar út frá eigin reynslu, faglegu nótunum og kaldhæðnislega um upplifun sína af breytingarskeiðin miðaldra kvenna, með hækkandi aldri hefur hún lært að létta sér lífið sem húsmóðir og gera mat á einfaldan hátt en alveg afbragðsgóðan svo frá henni má sjá uppskriftir að ýmsu góðgæti.
Hennar motto er jákvæðni út í cosmmosið því af lífnu hefur hún lært að jákvæðni kemur manni ansi langt!

SHARE