Hvítlaukssúpa sem bragð er af

Tómat og papríkusúpa með góðu brauði.

Þessi súpa er stútfull af næringu en það sem meira er að hún drepur allt sem heitir flensa og kvef.

Hráefni:

2 heilir hvítlaukar
2 laukar
4 dósir whole tomatos eða diced tomatos with basilikka (hunts)
2 lítrar vatn
súputeningar eftir smekk t.d 4 stóra nautateninga
Salt
Pipar
Rósmarin
Basilikka

Aðferð:

Saxið hvítlauksgeira úr tveimur heilum hvítlaukum og laukin í fína bita og steikið í smjöri þar til orðnir mjúkir.

Þá er tómötunum í dós skellt útí ásamt súputeningum og kryddi.

Súpan látin malla í ca 20 mín eða lengur, verður betri eftir því sem hún mallar lengur og enn betri daginn eftir.

Borin fram með góðu brauði og má gjarnan henda út í hana rifnum osti ef maður er í þannig skapi.

 

SHARE