Ítalskar kjötbollur og sósa – Uppskrift

Uppáhalds ítölsku kjötbollurnar mínar ásamt alvöru ítalskri tómatsósu

Ítölsk Tómatsósa

½ dós tomatpaste
¾ ferna tómat passada
1 dós plómutómatar
2 hvitlauksgeirar
1 lítill laukur
6 negulnaglar
1 ½ tsk basilikka
½ tsk ítalskt pasta krydd
1 tsk salt
¼ tsk pipar
¼ bolli olífuolía

Aðferð:

Laukur og hvítlaukur steiktur á pönnu ásamt olíu. Tómatar settir í skál og kramdir með höndunum. Allt sett saman í t.d. wok pönnu og leyft að malla og þykkna ásamt kjötbollunum í 2,5 – 3 klst.

¼ bolli rifin mozzarella dreift yfir allt saman rétt áður en borið er fram.

Ítalskar kjötbollur

500 gr nautahakk
1 egg
¼ bolli mjólk
1/2 B brauðrasp (t.d golden breadcrumbs fra Paxo)
Ca ½ tsk salt
Ca 1 tsk oregano
Ca 1 tsk ítalskt pasta krydd
½ tsk chili krydd (t.d frá Jamie Oliver)
½ tsk hvítlauksduft
½ tsk svartur pipar
¼ bolli rifinn parmesan ostur

Aðferð:

Allt sett í skál og blandað vel saman með höndunum. Kjötbollur mótaðar líkt og litlar gólfkúlur.

Gott að byrja á því að búa til sósuna og henda bollunum útí um leið og þær eru gerðar og leyft að malla saman. Spaghetti soðið á meðan allt eldast.

Borið fram með spaghetti og hvítlauksbrauði

Guðbjörg Berg er 27 ara sælkeri og matgæðingur uppalin á Álftanesi en býr í Reykjavík með litlu systur sinni, unnusta, tveimur Labrador hundum og ketti! Guðbjörg hefur þurft að bjarga sér við eldamennsku frá 17 ára aldri og hefur upp frá því bæði þróað sínar eigin uppskriftir og rétti og betrumbætt eldri uppskriftir. Hún leggur mikið uppúr einföldum, bragðgóðum og hollari uppskriftum sem ættu að henta öllum.

SHARE