Justin Bieber kýldi aðdáenda þegar hann var að koma að tónleikastað í Barcelona. Aðdáandinn kom að bíl sem hann var farþegi í og reyndi að teygja sig inn í bílinn, en Justin var með opna rúðuna og bíllinn keyrði mjög hægt. Justin brást svo við að hann kom með hnefann á móti aðdáandanum og kýldi hann í vörina.
Sjá einnig: Justin Bieber á nærbuxunum í kuldanum
Justin var alls ekki kátur með að þessi ákafi aðdáandi vildi endilega snerta hann á meðan hann var á ferð og lét hann svo sannarlega vita af því. Ungi maðurinn var í hálfgerðu sjokki eftir að átrúnaðargoð hans hafði gefið honum á hann og þyrptust ungar stelpur að til að huga að honum.
Söngvarinn hefur haft orð á sér fyrir að vera fljótur upp í ágreiningi og fyrir að ögra mótstæðingum sínum í gegnum tíðina. Hann virðist alveg óhræddur við að nota hnefana ef honum finnst sér vera ógnað og það sama átti við um vesalings aðdáendann.