Ég játa það skammlaust að með hækkandi aldri þá verð ég latari og latari í húsmóðurshlutverkinu.

Ég verð líka flinkari og flinkari að létta mér verkin.

Hér kemur einn af uppáhaldsréttum fjölskyldunnar minnar.

Lambalæri lötu húsmóðurinnar.

1 stk ofnpottur ef þú átt ekki svoleiðis þá sleppur ofnskúffan.

Uppskriftin:

Lambalæri  ( þyngd miðað við fjölda í mat)
kartöflur
sætar kartöflur
hvítlaukur
laukur
paprikur
gulrætur
brokkoli
blómkál

Bara það grænmeti sem þú átt og ert í stuði fyrir og magnið er miðað við fjölda í mat.

 

Setjið mjög væna klípu af smjöri í botninn á ofnpottinum og skellið lærinu þar á.

Kryddið lærið. Ég nota salt, pipar og ítalska blöndu ef ég á ferskt rósmarín skelli ég nokkrum greinum af því.

Setjið lærið inn í ofn á 150°

Saxið grænmetið í hæfilega bita og afhýðið laukana.

Persónulega finnst mér gott að hafa nokkur hvítlauksrif og kannski tvo lauka sem eru skornir í báta.

Þegar lærið hefur mallað á 150° í ca 2 tíma er passlegt að skella grænmetinu í ofnpottinn þannig að það hylji lærið og setja smjörklípur hér og þar.

Krydda smá með salt og pipar yfir grænmetið og aftur inn í ofn.

Hækka hitann í 180° láta bakast í ca 40 mín eða þar til grænmeti er orðið mjúkt.

Svo er bara að veiða grænmetið úr ofnpottinum, setja í skál eða á fat og lærið á fat og bjóða til veislu.

Á mínu heimili þykir okkur rosa gott að fá svo ís í eftirétt.

 

 

Kristín fæddist á nunnuspítala og var skírð á flugvelli í henni Ameríku.
Hún er gift og a þrjú börn og eitt barnabarn. Hún hefur mestum hlut unnið við að efla fólk og hefur menntað sig á því sviði.
Elskar að lesa, skrifa og mála en útivist og andleg málefni heilla hana.
Hún skrifar út frá eigin reynslu, faglegu nótunum og kaldhæðnislega um upplifun sína af breytingarskeiðin miðaldra kvenna, með hækkandi aldri hefur hún lært að létta sér lífið sem húsmóðir og gera mat á einfaldan hátt en alveg afbragðsgóðan svo frá henni má sjá uppskriftir að ýmsu góðgæti.
Hennar motto er jákvæðni út í cosmmosið því af lífnu hefur hún lært að jákvæðni kemur manni ansi langt!

SHARE