Royal búðingur, hinn eini sanni!

Ég rakst á ansi skemmtilegan hóp á Facebook í dag. Hópurinn er samansafn af fólki sem finnst gott að borða, en því finnst ekki gott að borða hvað sem er. Nei, fólkinu í þessum hóp finnst, eins og mér gott að fá sér Royal búðing!

Ég var eiginlega búin að gleyma Royal búðingnum, þar til ég uppgötvaði þessa snilldarsíðu. Ég er ekki hreykin af gleymsku minni en strax og ég mundi eftir yndislega Royal búðingnum var ekki aftur snúið. Í vikunni verða gerðir karamellu og súkkulaðibúðingar og svo gæðum við okkur á honum með þeyttum rjóma og nóg af honum.

Þegar ég var krakki fengum við stundum Royal búðing, ég var alltaf svo ánægð ef við fengum Royal búðing í eftirrétt. Nú veit ég ekki hvort þetta hafi verið tíska þá og svo dottið úr tísku síðustu ár og gleymst og flókin Tiramisu eða Creme Brule þótt fínna til að bjóða upp á. En fjölskyldan mín þarf ekki að örvænta, ég ætla að láta mér Royal búðing duga næstu vikurnar, nú hefur annað óléttucraving bæst í hópinn og það er Royal búðingur!

Royal búðinginn getum við notað í svo margt, hvort sem það eru bollur á bolludaginn, kökur, álegg á samlokuna jafnvel eða bara eins og mér finnst best, að borða hann eintóman með rjóma.

Þú getur nálgast hópinn á Facebook hér.


Hvaða bragð finnst þér best? mér finnst karamellu og súkkulaði. Ég get ekki gert upp á milli. Mannst þú eftir Royal búðingnum? gerðu foreldrar þínir þannig handa þér?

Hér kemur svo tillaga að góðri uppskrift úr Royal búðingi fengin af síðunni Lindsay.is:

Royal búðingur 

1 pakki Royal búðingur

1/4 l. rjómi

1/4 l. mjólk

súkkulaðispænir eftir smekk (má sleppa)

Aðferð: Stífþeyta rjóma og leggja til hliðar.

Þeyta saman mjólkina og duftið í 2-3 mín. þar til að orðið er þykkt.

Síðan er rjómanum bætt saman við búðingsblönduna varlega og súkkulaðispæni

bætt út í . Sett í kæli í hálftíma til að leyfa bragðinu að koma betur fram.

Þessa blöndu má bera fram í skálinni beint á borð eða skella á milli tertubotna

eða frysta í sólarhring og borða sem ís.

Verði ykkur að góðu.


SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here