Þór svarar: Psoriasis og vefja- og slitgigt

Lesandi spyr:

Góða kvöldið.

Mig langar að vita hvort ég geti fengið hjálp með heilsuna og veikindi sem ég hef verið að eiga við.

Ég tognaði illa í hálsi fyrir tveimur mánuðum og er með vefja – og slitgigt og er með psoriasis.

Ég er of þung og langar að  létta mig en á erfitt með að neita mér um skyndibita sé hann í boði.  Ég var komin af stað með hreyfingu fyrir slysið en hef lítið getað gert eftir slysið.

Takk fyrir mig.

Þór svarar:

Sæl Ingunn það fylgdi ekki mynd  þér né heimilisfang en við gerum okkar besta.

Psoriasis er slæmur sjúkdómur og blossar upp við streitu. Mér sýnist hjá þér að þetta sé í ytri húðflögum þegar ég skoða úrbrotin að neðanverðu undir húðinni en slæmt samt. Hafi hálsliðir verið myndaðir eftir tognunina þá sést að teygst hefur illa á hálsvöðvum niður í axlir sem eru harðir sem steinsteypa og liðdiskur hefur færst örlitið til en nægilega mikið til að þú fáir veik rafboð ýmist í hægri eða vinstri handlegg.

Ef þú skoðar líkama þinn eftir sturtu þá þarftu að leggja kalt mat sjálf á hvort að þú sért of þung og þá hvort að nammifíknin eigi að gefa eftir en allt sem heitir hlaup og annað dugar ekki ef glúkósað er í forgangi. Þetta verður erfitt að leggja á brattann en þú ert nógu þrjósk til að takast á við þetta er mér sagt af gamalli konu.

Mér finnst ég finna fyrir einmannaleika í kring um þig og tár falli á kodda að kveldi.

Bið hjálparhellurnar minar að fara til þin og veita þér hjálp.

Verð í Bústaðakirkju 1 október kl.20.00

Gangi þér allt í haginn

Bkv.

þg

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here