Var greind með 4. stigs krabbamein á meðgöngu

Lindsey Parr Gritton var að ganga með sitt annað barn þegar kom í ljós að hún væri með brjóstakrabbamein. Hún var komin 36 vikur á leið þegar þetta kom í ljós.

Lindsey fór að taka eftir verkjum í brjóstinu á þessum tíma og fór til læknis. Læknirinn vildi meina að hún væri örugglega með stíflaðan fitukirtil eða mjólkurkirtil og ætlaði að senda hana heim. Innsæið sagði Lindsey að hún ætti að biðja um að fara í myndatöku og sú beiðni hefur eflaust bjargað lífi hennar. Myndatakan sýndi hún var með krabbamein í brjóstinu sem var mjög alvarlegt og hún ætti líklega bara 6 mánuði eftir ólifaða.

Við tók mikil meðferð og Lindsey var staðráðin í að nýta hverja mínútu sem hún hafði til að búa til minningar. Hún gerði úrklippubók, skrifaði bréf til barnanna sinna, gerði myndbönd og margt fleira.

Eftir meðferðina komu samt fréttirnar sem er bara hægt að lýsa sem kraftaverki. Það fannst ekkert krabbamein í líkama Lindsey. „Við trúðum þessi ekki. Þetta var algjörlega æðislegt,“ sagði Lindsey.

Núna er liðið eitt og hálft ár og Lindsey hefur verið alveg heilbrigð. Hún hefur notað reynsluna sína til vitundarvakningu um að ungar konur geti fengið krabbamein. Hún hefur sagt frá reynslu sinni á TikTok og hefur tengst öðrum konum sem hafa svipaða sögu að segja.


Sjá einnig:

SHARE