Þrír skrúbbar fyrir 3 húðtegundir

Hér eru þrír skrúbbar fyrir þurra húð, feita húð og fyrr viðkvæma húð. Allir skrúbbarnir hafa aðeins tvö innihaldsefni, en fyrir þurra húð eru það tvær matskeiðar kókosolía og tvær matskeiðar haframjöl, fyrir feita húð eru tvær matskeiðar matarsóti og tvær matskeiðar eggjahvítur og fyrir bólótta húð eru tvær matskeiðar hunang og tvær matskeiðar púðurskykur.

Sjá einnig: Heimagerður fótaskrúbbur – Viltu losna við siggið á fótunum?

Þú blandar þessum tveimur innihaldsefnum saman og nuddar á húð þína. Eftir það skolarðu með volgu vatni og berð á þig rakakrem. Einfaldara gerist það varla!

 

Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.

SHARE