1. maí ganga ÖBÍ: “Burt með fordóma og betra samfélag!”

Barátta gegn fordómum og vonin um betra samfélag eru áherslur Öryrkjabandalags Íslands í 1 maí göngunni, sem marseruð verður til góðs í dag á almennum baráttu- og frídegi verkafólks. Safnast verður saman á bílaplani við Arionbanka við Hlemm klukkan 13.00 og verður gönguhópurinn litríkur að þessu sinni, því allir þáttakendur fá að gjöf veglegt “buff” með áletrun og marglitum táknmyndum.

Myndirnar sjálfar eru bein tilvísun í fjölbreytileika samfélagsins og er ætlað að minna á að fólk er alls konar, þar á meðal fatlað. Áletrunin á sjálfu “buffinu” segir “Burt með fordóma” og “Betra samfélag”. ÖBÍ vill með þessu móti leggja sitt að mörkum til að vega móti fordómum og í forgrunni verður Eurovision framlag Íslendinga í ár, sem flutt verður af Pollapönkurunum og heitir einfaldlega “Burt með fordóma”.

buff snagit

Þessi fallegu buff verða m.a. veitt þeim sem ganga til góðs í 1 maí göngu ÖBÍ í dag 

Í fréttatilkynningu ÖBÍ kemur einnig fram að “fordómalaust samfélag hljóti að vera samfélag mannréttinda og velferðar þar sem fólk njóti skilnings og stuðnings á alla vegu” og munu þáttakendur því ganga í nafni mannúðar niður Laugaveginn að Ingólfstorgi í dag, þar sem formleg dagskrá hefst klukkan 14.10 – en þeim sem eiga erfitt um vik með svo langa göngu geta stytt sér leið og hist við klukkuna á Lækjartorgi þar sem enn verður mögulegt að slást í hópinn með förufólki u.þ.b. kl. 13.45  og taka þátt á síðustu metrunum.

Ritstjórn óskar öllum Íslendingum til hamingju með daginn og sendir göngufólki baráttukveðjur! 

[youtube width=”600″ height=”320″ video_id=”HoAeAz79i-E”]

SHARE