10 atriði sem benda til þess að hann sé sá eini rétti

Meðalmanneskja lendir í því nokkrum sinnum á ævinni að halda að hún/hann sé búin að finna „þann eina/þá einu réttu“ en svo þegar upp er staðið reynist það svo alls ekki vera.

Hér eru nokkur atriði sem geta bent til þess að kærastinn þinn sé sá eini rétti:

1. Hann montar sig af þér við hvern sem vill hlusta

Maðurinn sem þú vilt giftast talar um þig við vini sína, fjölskyldu, hárgreiðslukonuna sína, liðsfélagana og samstarfsfélagana. Ástæðan fyrir því að hann gerir þetta er af því honum finnst þá hæfileikarík, skemmtileg, falleg og allt sem hann vill og hann leyfir öllum að vita það!

2. Hann elskar kettina þína

Eða þykist allavega gera það og pirrar sig ekki of mikið á því að fötin hans séu öll í hárum eftir að hann gistir hjá þér. Hann notar bara límrúllu.

3. Hann fílar þig líka þegar þú ert ekki hress

Hann rýkur ekki í burtu þó þú sért ekki hress og jafnvel þó þú sért bara mjög langt frá því að vera hress. Hann gerir sér grein fyrir að þú ert mannleg og dagarnir eru misjafnir hjá þér og það sama á við um hann. Hann er bara til staðar.

4. Hann kemur með þér í heimsóknir til ömmu og afa

Hann reynir ekki að sleppa við að koma með í heimsókn til ömmu og afa, allavega ekki í hvert skipti. Hann reynir að kynnast þeim og er í alvörunni áhugasamur þegar hann heyrir sögurnar þeirra, þó það sé ekki í fyrsta skipti sem hann heyrir þær.

5. Hann man alltaf eftir því að gera þetta sem þér finnst svo gott í rúminu

Hann gerir þetta við þig og þú elskar það og hann man alltaf hvað þetta er. Jafnvel þó hann gleymi því stundum að það þarf meira til en að snúa bara upp á geirvörturnar á þér til að koma þér í stuð, þá vill hann í alvöru að þú njótir þess að njóta ásta með honum.

6. Þú mátt hlæja að honum

Hann getur gert sig að fífli og þú getur hlegið að honum. Þó hann sé að gera hallærislega dansinn, sem hann lærði á tímum Prodigy þá finnst þér það bara fyndið og heillandi. Hann getur verið hann sjálfur í kringum þig.

7. Hann er ekki sjúklega afbrýðisamur

Hann gerir sér grein fyrir að þú ert í sambandi með honum og þú vilt vera hans. Þó að það sýni þér einhver áhuga þá þýðir það ekki að þú sért að fara frá honum fyrir einhvern annan, af því þú elskar hann.

8. Þið þurfið ekki að gera ALLT saman

Þó þið séuð ástfangin og njótið samvista hvort við annað þýðir það ekki það að þið þurfið að gera allt saman. Hann skilur það að þú viljir fara í ræktina eða á djammið með vinkonunum eða að þú viljir endrum og eins gera hluti ein. Hann skilur að til þess að njóta þess að vera saman þurfið þið líka stundum að vera aðskilin.

9. Hann vill að þú uppfyllir drauma þína

Hann styður þig í að gera það sem þig dreymir um. Hann hvetur þig áfram þó svo að hann sé kannski ekki tilbúinn að fara í teygjustökk þá reynir hann ekki að fá þig ofan af því ef þig virkilega langar að gera það.

10. Hann sinnir þér þegar þú ert veik

Hann heldur sig ekki í burtu þó þú sért veik og sért fjarri góðu gamni. Hann kemur og reynir að létta þér lundina, jafnvel kemur hann með mat eða eldar handa þér eitthvað gott. Hann vill vera hjá þér þó þú liggir fyrir með klósettpappír í nefinu og hósta eins og stórreykingamanneskja.

 

Þessi listi er að sjálfsögðu ekki tæmandi og ykkur er velkomið að bæta við hann.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here