10 leiðir til að auka hamingju

Þetta er stutt og einfalt en virkar vel!

1. Sættu þig við það sem þú getur ekki breytt. Ef þú getur og vilt breyta einhverju, gerðu það!!

2. Losaðu þig við þá aðila sem halda þér niðri og draga úr þér. Ef þú ert farin núna að hugsa um einhverja aðila þegar þú lest þetta þá veistu hvaða fólk þetta er.

3. Spilaðu uppáhalds stuðlagið þitt mjög hátt og syngdu hástöfum með, notaðu svo tækifærið og dansaðu.

4. Farðu út að labba eða hlaupa. Lengi lengi. Hlauptu/labbaðu þar til þér líður vel; þú munt a.m.k. vera svo þreytt/ur að vanlíðanin í huganum og hjartanu minnkar í samanburði við þreytuna í líkamanum.

5. Hringdu í einhvern sem þú elskar. Bara að heyra rödd þeirra getur gert gæfumuninn og dagurinn verður miklu betri.

6. Brostu til einhvers ókunnugs. Það mun fá ykkur bæði til að brosa.

7. Sendu einhverjum nafnlaust hrós.

8. Skrifaðu niður allt sem þér líkar ekki í fari þínu. Rífðu svo blaðið og brenndu það.

9. Horfðu á uppáhalds bíómyndina þína.

10. Treystu á sjálfa/n þig!

 

 Tökum þetta til okkar og deilum boðskapnum áfram.
SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here