100 ára amma segir frá þeim galdri að halda sér ungri. Galdurinn felst í ungu „leikfangi“ sem hún á, segir hún. Þau giftu sig þegar hún var 82 og hann 49. Stjúp„börn“ hans eru eldri en hann. Daisy kemur fram í viðtali við dailymail og segir sögu sína.


Fyrri maður Daisy dó þegar hún var 72 ára og hún bjóst við að hún yrði ein það sem eftir væri ævinnar. En um svipað leyti flutti maður sem var hættur störfum í hverfið. Hann bankaði upp á og kynnti sig, Henni líkaði strax vel við hann, bauð honum tebolla eða viskílögg og hann bauðst til að slá fyrir hana blettinn og svona þróuðust málin þar til þau voru orðin óaðskiljanleg. Eftir níu ára vináttu og tilhugalíf bað hann hennar.  Þau giftu sig á 82 ára afmælisdegi hennar en þá var hann 49 ára.

 

Þau fara mikið í ferðalög, hafa m.a. heimsótt Egyptaland, Canada og Portúgal og fara reglulega á ströndina í Englandi. Það eina sem amar að Daisy er hvað hún er orðin slæm í fótunum. Að öðru leyti er hún við hestaheilsu. Aldursmunurinn er ekki vandamál hjá okkur, segir David, maður Daisy. Við elskum hvort annað og það skiptir öllu.

Daisy er ung í anda og var gift þriggja barna móðir þegar David, núverandi eiginmaður hennar fæddist. Hún ræður krossgátur hvern einasta dag.

Hér fyrir ofan eru brúðhjónin að skera kökuna á brúðkaupsdaginn og hér fyrir neðan er mynd af Daisy með fyrri manni sínum (til vinstri við brúðhjónin, son sinn og tengdadóttur)  og til hægri við þau eru foreldrar hennar.

SHARE