15% para hér á landi geta ekki átt börn

Við lítum mörg á barneignir sem sjálfsagðan hlut og gerum flest ráð fyrir því að geta eignast börn í framtíðinni. Staðreyndin er sú að um 15% para hér á landi geta ekki eignast börn af ýmsum ástæðum s.s. ófrjósemi, sjúkdómar og breytingaskeið. Þessi pör leita því gjarnan aðstoðar hjá læknum með mikla von um árangur og að geta seinna meir fengið að upplifa þá yndislegu reynslu að ala upp barn. Mörgum pörum nægir ekki að fá eingöngu aðstoð lækna heldur þurfa þau að fá kynfrumu frá þriðja aðila, en það er ekki alltaf auðvelt því mikill skortur er á gjöfum hér á landi. Með því að gefa egg getur þú hjálpað konum að eignast barn sem annars gætu það ekki og veitt þeim sömu hamingju og þú upplifðir við fæðingu þíns barns.

Mikil þörf er á þessum umræðum hér á landi og margir vita hreinlega ekki hvernig þetta virkar eða hvert ferlið er. Við viljum fræða ykkur um þessi málefni og vekja athygli á þessum málstað og þess vegna er heimildarmynd um málefnið í bígerð. Markmið myndarinnar er að fræða landann og vonandi verður það til þess að fleiri konur hugsi sig um og gefi egg. Við erum með egggjafa sem við fáum að fylgjast náið með í gegnum allt ferlið og einnig viðtöl við pör og einstaklinga sem hafa gefið egg eða hafa eignast börn með aðstoð tækninnar.

Við leitum til ykkar, kæru lesendur, með von um að þið sjáið ykkur fært um að styrkja gerð myndarinnar, því alltaf eru svona myndir kostnaðarsamar. Við förum óhefðbundna leið í styrktarsöfnun okkar til þess að nýtum hana og koma umræðunni af stað. Ef þú vilt styrkja okkur að þá eru upplýsingarnar hér að neðan og munið að margt smátt gerir eitt stórt. Nú svo ef þið viljið fylgjast með okkur að þá erum við með viðburð á facebook sem nefnist gjöf. https://www.facebook.com/events/677674185592283/?fref=ts

Með von um góðar undirtektir
Aðstandendur verkefnisins
Gjöfin

Banki – 130, höfuðbók – 05, reikningur- 61091
Kennitala 220986-3069

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here