Við höldum áfram með jóladagatalið okkar góða. Það er jú sælla að gefa en þiggja, er það ekki?

Te & Kaffi er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 1984. Þau nota eingöngu besta mögulega hráefni sem hægt er að fá og vanda valið við innkaupin og smakka hverja einustu prufu áður en hún er keypt inn.

Það jafnast ekkert á við góðan, jólalegan kaffibolla, þegar maður tekur sér pásu við jólainnkaupin. Te og kaffi er staðsett á þessum helstu verslunarstöðum svo það er gott að eiga gjafabréf hjá þeim.

Gjöf númer tvö í dagatalinu okkar er gjafabréf á Te og kaffi, að verðmæti 5000 kr. Það er nú alveg hægt að kaupa nokkra kaffibolla fyrir það!

Ef þig langar að fá gjafabréfið skaltu merkja þann sem þú vilt bjóða í kaffi, hér fyrir neðan. Einnig þarf að líka við Te og kaffi á Facebook. Dregin verður vinningshafi sem „tikkar í bæði þessi box“.

SHARE