Monthly Archives: February 2014

Allt um Einelti frumsýnd í Bíó Paradís 27. febrúar 2014

Allt Um Einelti er 90 mínútna löng fræðslumynd fyrir fullorðna, sem fjallar um einelti meðal grunnskólabarna út frá ýmsum hliðum og fer yfir nokkrar aðferðir til að draga úr því. Í myndinni er rætt við gerendur, þolendur og fagfólk ásamt því að skoðaðar eru ýmsar rannsóknir tengdar efninu. Gerð myndarinnar var meðal annars styrkt af Mannréttindaráði Reykjavíkur, hlaut Húmanistaviðurkenningu...

Flughræðsla læknuð með listflugi – Myndband

Vinur Josh frá Nýja-Sjálandi var með pottþétta aðferð að lækna flughræðsluna hans. Hvernig þá? Jú,  með því að hræða hana úr honum með því að bjóða honum í  listflug.

Þessar geitur eru hressar – Myndband

Það eru til allskonar myndbönd af geitum að hrella fólk , en hérna eru þær bara að skemmta sér og okkur um leið.

10 heilsuráð frá Jennifer Aniston

Í tilefni þess að leikkonan Jennifer Aniston varð 45 ára á dögunum tók heilsutímaritið Women´s Health saman 10 gáfulegustu ráðin sem Jennifer hefur gefið í gegnum tíðina um hreyfingu og heilsu. Vertu dugleg/ur að breyta æfinga rútínunni þannig að hún verði spennandi. Líkaminn er fljótur að venjast sömu rútínunni og það næst meiri árangur að koma vöðvunum stöðugt á óvart. Allt...

Lifði sem karlmaður í 18 mánuði – Heimildarmynd

Mögnuð mynd um Norah Vincent sem er samkynhneigður feministi sem lifði sem karlmaður í 18 mánuði,  varð veik á geði og hvarf aftur í kvenmannshlutverk sitt til að ná fullri heilsu aftur.

Kennararnir í skólanum vissu af þessu en gerðu ekkert

Ég var ósköp venjulegur krakki, kannski svoítið ör og athyglissjúk en annars frekar venjuleg. Ég átti margar vinkonur og var góð við alla, líka þá sem ekki áttu marga vini. Ég átti venjulega fjölskyldu, mamma var heimavinnandi og hugsaði vel um okkur systurnar. Fjölskyldan flutti út á land Svo kom að því að við fjölskyldan tókum þá ákvörðun að flytja út...

Instagram dagsins – Mótmæli við Austurvöll

Instagram er sívaxandi samskiptamiðill sem flestir eru farnir að þekkja og nota hér á landi. Á Instagram setur fólk inn myndir af hinu og þessu og sjálfu sér auðvitað líka. Margar stjörnur nota Instagram mikið og því höfum ákveðið að byrja með lið hjá okkur sem mun bera það einfalda heiti „Instagram dagsins“ og munum við birta skemmtilegar og...

Baðvigtin sem allir vilja eiga – Sýnir fituprósentu

Nú er hægt að fá á Íslandi baðvigt sem sýnir ekki bara kílóafjölda þinn heldur líka fituprósenta. Þessi græja heitir Tanita BC-587 fitumælingarvog og vigtar allt að 200 kg. Vigtin sýnir fituprósentu, vöðvaþyngd og flest annað sem þig langar að vita (eða ekki) en virkar einnig sem venjuleg vog. Vinsæl vog hjá líkamsræktarþjálfurum. Það er fátt sem vigtinni er ekki fært...

Fylgstu með Austurvelli í beinni!

Ef þú værir til í að vera á Austurvelli, akkúrat núna, en kemst bara ekki, þá geturðu fylgst með hérna!  

Einn góður um læknisskoðun

Ég fór í læknisskoðun í dag, eftir flensuna. Læknirinn byrjaði á að spyrja hversu þung ég væri. Ég svaraði: „55 kg“ - Þá lét hann mig stíga á vigtina sem sýndi 95 kg. Næst spurði hann hversu há ég væri. Svar: „168 cm“- Þá mældi hann hæð mína og niðurstaðan var 155 cm. Að lokum mældi hann blóðþrýstinginn hjá mér og sagði...

Lego Movie ennþá langvinsælasta kvikmyndin á Íslandi

  Eins og sjá má hefur Gamlingin ekki erindi sem erfiði þessa vikuna í Lego The Movie en er þó ekki langt á hælum hennar. Til þess að sjá listann betur getið þið smellt á myndina og stækkað listann, en Hún.is er jafnan fyrsti vefurinn með þessar upplýsingar.

Bjórsérfræðingur frá Pilsner Urqell hélt fyrirlestur og partý á Íslandi – Myndir

Kamil Ruzek sótti Ísland heim, en hann hefur unnið sem bjórsérfræðingur og bruggmeistari hjá Pilsner Urquell um áratugabil og er eins og bjórinn sjálfur, tékkneskur. Hann hélt skemmtilegan fyrirlestur um bjórinn, sem ku vera fyrsti gyllti bjórinn sem bruggaður hefur verið, en um það er þó deilt í bjórheiminum. Það var Mekka sem flytur inn bjórinn sem flutti kappann heim á...

Huggulegt heimili á Skaganum – Myndir

Á Akranesi stendur þetta huggulega raðhús á tveimur hæðum. Húsið er um 268 fm. en innréttingarnar eru allar sérsmíðaðar hjá Trésmiðju Akraness. Lofthæðin er mikil í aðalrýminu, en á gólfum eru kremaðar flísar sem tóna vel við innréttingarnar. Baðherbergin eru flísalögð og á aðalbaðherberginu er vegleg og stór sturta með glerskilrúmi. Svefnherbergin eru þrjú og inn af hjónaherbergi er...

Spænskar rækjur – Uppskrift

Spænskar rækjur hafa verið mallaðar reglulega á undanförnum árum á mínu heimili. Það er fátt betra en þessi réttur með heimabökuðu brauði, soðnu bankabyggi, grænmeti og fetaosti. Frábær réttur þegar við viljum fá okkur eitthvað létt og gott í magann.   500-700 gr. rækjur (venjulegar) 2 msk olía 1 rauðlaukur 1 hvítlauksrif 1 msk spelt 1 tsk paprikukrydd 1 dós niðursoðnir Hunt‘s tómatar 2-3 msk vatn 1 fiskteningur ½ tsk chilliflögur   Aðferð 1....

Aðdáandi Justin Timberlake gefur honum puttann! – Myndband

Ótrúlegt atriði sem kom fyrir á tónleikum Justin Timberlake fyrir um það bil 3 mánuðum síðan. Flott að sjá hvernig Timberlake vinnur úr þessari uppákomu með gríni og allur salurinn tekur þátt.

Eyeliner línan getur verið vandasöm

Eyeliner er notaður til að dekkja og ramma inn augnumgjörðina. Með eyeliner er hægt að stækka eða minnka augun og ná fram dramatísku og seiðandi útliti. Margar gerðir eru til af eyelinerum. Hægt er að fá sterkar og teiknaðar línur með blautum eyeliner eða náttúrulega og eðlilega línu með dökkum augnskugga. Gott er að nota blautan eyeliner fyrir kvöldförðun....

Nýja tónlistarmyndband Katy Perry – Dark Horse (feat. Juicy J)

Bubblandi heitt fyrir útvarpsstöðvar um allan heim.  

10 best klæddu stjörnurnar þessa vikuna – Myndir

Eitt af uppáhaldi mínu, Bella Thorne mætti í fallegu tvöföldu dressi, pilsi og topp með blómamynstri þegar hún mætti á Annual Cartoon Network Hall of Game Awards í Santa Monica.  Leikonan unga í The Shake it up klæddist alveg eftir aldri enda er hún bara 16 ára.  Dressið er frá Bec & Bridge Resort og skór frá Bionda Castana. Bella...

Takk fyrir að henda mér í gólfið – Bréf til föður

ATH. Þessi grein er aðsend. Í Þjóðarsálinni getur fólk sent inn greinar, nafnlaust. Skoðanir sem að birtast í innsendu efni endurspegla ekki skoðanir Hún.is ------------------------   Elsku pabbi, ég er orðin stór stelpa núna. Ég get séð um mig sjálf, ég á barn og ég á mann sem elska mig sama hvað! Ég er sjálfsörugg og ánægð með lífið mitt í dag....

Hangandi loftljós í tísku aftur – Myndir

Hangandi loftljós hurfu á tímabili. Enda flæddu innfelldar lýsingar yfir allt og hangandi ljós þóttu barn síns tíma. En sem betur fer fara tískustraumarnir í hringi og upp á síðkastið hafa gömlu góðu hangandi ljósin dottið inn aftur og það með látum. Hönnun þeirra er annarsvegar framúrstefnuleg, enda bjóða ledýsingar upp á ótrúlega möguleika í þessum efnum. Á hinn...

Ætlaði að verða líksnyrtir eða svínabóndi Hofsósi – Hannaði nýja útlit Lite bjórsins

Júlía Hvanndal er 27 ára gömul og er grafískur hönnuður sem vinnur á markaðshúsinu Janúar. Janúar var stofnað í janúar síðastliðnum, en þá fóru fyrirtækin Fíton, Skapalón, Miðstræti, Kansas og Auglýsingamiðlun undir eina sæng. Hjá Janúar starfa grafískir hönnuðir, texta- og hugmyndasmiðir, birtinga- og markaðssérfræðingar, prentsmiðir, forritarar og vefhönnuðir. Hefur komið víða við Júlía fæddist í Danmörku, var barn í Vesturbænum,...

Dýrindis brauðbollur – Uppskrift

Það er fátt betra en rjúkandi heitar brauðbollur á laugardags- eða sunnudagsmorgnum. Já eða bara með kaffinu! Þessi uppskrift að grófum bollum er í senn einföld, fljótleg og mjög ljúffeng. Auðvitað eru þær bestar beint úr ofninum en samt alveg góðar daginn eftir líka. 200 gr. fínt spelt 100 gr. heilhveiti 50 gr. hveitikím 100 gr. haframjöl 3 tsk vínsteinslyftiduft ½ tsk salt 30 gr. sesamfræ 30...

„Þið verðið nú að eiga eitt saman!“

By stockimages

ATH. Þessi grein er aðsend. Í Þjóðarsálinni getur fólk sent inn greinar, nafnlaust. Skoðanir sem að birtast í innsendu efni endurspegla ekki skoðanir Hún.is ------------------------ Ég hef mikið lesið af pistlum frá konum sem eiga engin börn eða engan maka og lenda iðulega í því að gömul frænka eða bara fólkið í kring spyr, mjög reglulega: „Á ekkert að koma með...

Svona heldur þú hinu kyninu ánægðu

Hvernig heldur kona manni sínum ánægðum: 1. Eigðu alltaf mat í ísskápnum 2. Kynlíf 3. Ekki vera að fikta í símanum hans 4. Gefðu honum reglulega smá svigrúm 5. Meira kynlíf Hvernig maður heldur konu sinni ánægðri: Þetta er nú ekkert svo erfitt, það eina sem karlmaður þarf að vera er: 1. Góður vinur 2. Góður elskhugi 3. Rafvirki 4. Vélvirki 5. Pípari 6. Smiður 7. Hvatvís 8. Kokkur 9. Vera sterkur 10. Geta ekið barnavagni 11....

Uppskriftir

Möndluköku muffins

Eru afar góðar og silkimjúkar, slá alltaf í gegn og koma frá Ragnheiði á Matarlyst

Pavlova með kókosbollu, Dumlesósu og ferskum ávöxtum

Við fjölskyldan erum öll frekar mikið hrifin af pavlovu og yfirleitt ef eitthvað er um að vera mæti ég með pavlovu og...

Ertu oft með útþaninn maga?

Það þekkja það margir að fá útþaninn maga reglulega. Oft má rekja það til lofts en svo eru stundum einhverjar aðrar ástæður...