3 mikilvægar staðreyndir um fullnægingu karlmanns

Viltu vera viss um að þú sért að gera maka þinn eins hamingjusaman og hann gerir þig? Spáðu í þessu næst þegar þið ætlið að eiga notalega stund uppí rúmi.

 

Staðreynd:

Staðurinn sem að kemur af stað fullnægingu er haftið sem er undir efsta hluta limsins, þar er nefnilega að finna flestar taugaenda, segir Paul Nelson, en hann er kynlífsfræðingur.

 

Notaðu það:

Sleiktu haftið upp og niður, segir kynlífsfræðingurinn Jessica O´Reilly, höfundur The New Sex Bible. Bættu svo við nautnafullum tunguleik á kónginn.

 

Staðreynd:

Þegar hann fær það, þá er fullnægingin 6 til 10 sinnum öflugri.

 

Notaðu það:

 

Þrýstu fingrum rétt fyrir aftan eistun, á spöngina sem er á milli pungs og endaþarms, þessi staður eykur unaðinn til muna. Segir O´Reilly.

 

Staðreynd:

Fullnægingin byrjar í heilanum, hún er viðbragð mænunar. Hjá sumum karlmönnum kemur fullnægingin á undan sáðláti en á hinn veginn hjá öðrum.

 

Notaðu það:

Hjálpaðu honum að ná því, með góðum takti, notaðu mjaðmirnar og vöðvana þarna niðri til að pressa á undirstöðu haftsins, segir O´Reilly.

 

Heimild: womenshealthmag.com

 

heilsutorg logo

SHARE