5 ástæður fyrir því að karlmenn ættu að snyrta sín kynfærahár

Karlmenni geta eytt tímunum saman í að snyrta hárið á höfðinu og andlitshárin en þeir hundsa hárin á kynfærunum.

Það er bara þegar kynlíf er í boði að þeir byrja að snyrta á milli fótanna. En staðreyndin er sú að ósnyrt kynfærahár á karlmanni er mikið “turn off” og einnig óþrifalegt. 

Hérna er fimm ástæður hvers vegna karlmenn ættu að snyrta kynfærahárin.

–         Hreinlæti

Hiti, sviti og bakteríur sem myndast í klofinu, halda sig þar í langan tíma ef að þau festast í kynfærahárum. Að snyrta eða raka allt af mun halda þessu svæði hreinu og það verður laust við sýkingar.

–         Limurinn virkar stærri ef engin hár eru í kringum hann

Ósnyrt kynfærahár fela typpið og það lítur út fyrir að vera minna en ella. Að raka öll óæskileg hár af þessu svæði lætur typpið líta úr fyrir að vera lengra. Er það ekki það sem allir karlmenn vilja?

Sjá einnig: 9 fæðutegundir sem innihalda melatónín – Bættur svefn

–         Heilbrigðara útlit

Vel snyrt klof er hreinna og lítur þar af leiðandi út fyrir að vera heilbrigðara. Hreinlætið kemur í veg fyrir sýkingar eða útbrot og typpið verður ánægðara. Einnig er auðveldara að koma auga á óæskilega hluti eins og vörtur eða útbrot.

–         Verður meira aðlaðandi

Vel snyrt typpi er meira aðlaðandi fyrir bólfélagann (hann eða hana). Kynfærahár getur verið afar óaðlaðandi fyrir flestar konur og þá sérstaklega ef að munnmök eru inni í myndinni. Ef þú vilt fá gott tott þá skaltu snyrta í kringum félagann og það vel.

–         Eykur á næmni í kynlífi

Húðin í kringum typpið er viðkvæm sé hún er snert. Subbulegur ósnyrtur limur sem er týndur í hárum missir af þessari húðsnertingu. Rakaðu eða láttu vaxa hárin af og vittu til, unaðurinn er enn meiri en vanalega.

Heimildir: healthmeup.com

Greinin var þýdd og birt á heilsutorg.is og er birt með góðfúslegu leyfi þeirra.

SHARE