Sérfræðingar sem hafa rannsakað barnamisnotkun í Bretlandi telja að 5% barna og unglinga þar í landi muni hafa lent í klóm barnaníðinga áður en þau ná 18 ára aldri. Glæpina fremja bæði ókunnugir og skyldmenni.
Samtök til varnar börnum gáfu út skýrsluna sem hér er vitnað í og segja að barnaníðingar fái miklar upplýsignar og þjónustu á netinu. Níðingarnir hafa jafnvel komið sér upp dulkóðuðum síðum með barnaklámi og ýmsum upplýsingum. Í skýrslunni segir að lögreglan berjist harðri baráttu við barnaníðinga á netinu og átti sig stöðugt betur og betur á aðferðum þeirra. Enn er eftir að rannsaka mörg skúmaskot hryllingsins.
Ófreskjurnar stefna á heimsmeistarkeppnina í fótbolta 2014
Talið er að þúsundir barnaníðinga stefni á heimsmeistarakeppnina Brasislíu 2014 og Olympíuleikana sem einnig fara þar fram 2016. Brasilía er annað stórtækasta land heims í misnotkun á börnum og barnsránum í kynlífstilgangi og telja Samtök til varnar börnum að meðan á þessum leikum stendur verði börn þar í landi í bráðri hættu. Samtökin hafa gefið út viðvörun: Hluti þeirra gesta sem mun koma til Brasilíu á leikana eru barnaníðingar í leit að fórnalömbum.
Það er því alltaf mikilvægt að við séum vakandi og pössum upp á börnin okkar.