7 ára drengur hafður til hliðar á bekkjarmynd vegna þess að hann var í hjólastól

Anna Belanger varð öskuill þegar hún sá bekkjarmynd sonar síns. Á myndinni hér fyrir ofan er drengurinn hennar, sem er í hjólastól, hafður til hliðar og ekki með hinum börnunum.

Móðir drengsins segir:
“Ég get ekki skilið hvernig ljósmyndaranum gat fundist þetta vera eðlilegt.” Á myndinni sitja nemendur í þremur röðum og kennarinn stendur við hlið þeirra. Sonur Önnu, sem er 7 ára gamall situr töluvert langt frá hinum nemendunum.

“Að vera strítt og að vera alltaf settur á hliðarlínunna er hræðilegt fyrir börn og það er nákvæmlega það sem þarna var í gangi.” Segir móðir hans og bætir því við að drengurinn sinn, sem greindur var með sjúkdóm sem gengur í erfðir og ræðst á taugar í mænunni, hafi þurft að ganga í gegnum ýmsa erfiðleika.

Faðir drengsins krafðist þess að myndin yrði tekin upp á nýtt en skólinn hefur ekki enn brugðist við. Foreldrar drengsins hafa ákveðið að sýna honum ekki myndina.

 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here