Svona gerir þú „selfie” brauð í brauðristinni – Leiðarvísir

Þetta er engin vitleysa. Þú getur, tæknilega séð, ristað áprentaða brauðsneið sem er skreytt „selfie“. En það er aðeins flóknara en ætla mætti og alveg fáránlega skemmtilegt að stúdera.

Vermont Novelty Toaster Corp. stendur að baki þessari undarlegu hugdettu, en fyrirtækið hefur framleitt brauðristar sem geta prentað myndir á brauðsneiðar í hartnær fjögur ár núna. Fyrirtækið sérhæfir sig í íþróttamerkjum og sló í gegn á síðasta ári með „Jesú brauðsneiðum“ en forstjórinn sjálfur, Galen Dively hafði þó lengi gengið með þann blauta draum í maganum að fara á markað með verulega sérhæfða hönnun; þar á meðal sjálfsmyndum fólks á ristuðu brauði. Og þar til nýverið, var hugdettan einmitt það – bara fjarlægur draumur, þar sem fyrirtækið þurfti að sérpanta alla prentun utan frá og kostnaðurinn var einfaldlega of mikill.  

En Galen var ekki af baki dottinn og festi að lokum kaup á sérstæðri skurðarvél. Í raun er um tölvustýrða málmskurðarvél að ræða sem getur framkvæmt flóknar skipanir á örfáum mínútum.  

 

1. Þú hleður inn andlitsmynd með hvítum bakgrunn á vefsíðu Vermont Toaster:

Selfie-in-Photoshop 

Forstjórinn tekur við ljósmyndinni og tekur til óspilltra málana. Dæmigerð mynd á borð við þá hér að ofan tekur sirka 15 – 30 mínútur að fullvinna í myndvinnsluforriti. Hann segist kjósa ljósmynd í hárri upplausn sem sýnir andlitið greinilega og best er ef bakgrunnurinn er hvítur, því það sparar tíma.

 

2. Fullunnin myndin er nú búin undir skurðinn sjálfan.

CAD-Program-with-Selfie 

Fullunnin ljósmyndin er unnin í gegnum forrit sem heitir CAD en það forrit ákvarðar hvaða línur málmskurðarvélin á að draga til að móta fullkomið prentmót af sjálfsmyndinni.

 

3. Því næst er vélin mötuð á upplýsingunum sem forritið sendir frá sér.

CNC-Machine-with-Plasma-Cutter

 

Nú hefst fjörið; en vélin sjálf sem lítur svona út nýtir samverkandi þætti af þéttu lofti og rafmagni til að umbreyta í heita plasma geisla sem skera gegnum málminn. Þetta ferli tekur iðulega bara örfáar mínútur. Fyrst er búin til ein plata, sem er prótótýpan og er notuð til að rista brauð – og ef sátt ríkir um útkomuna er önnur plata gerð í snarhasti.

 

Plate-Cut-in-Progress

 

4. Nú eru allir agnúar og skarpir kantar vandlega slípaðir burtu af plötunni sjálfri.

 

polishing-plate

5. Stund sannleikans rennur upp og selfie-platan rennur ofan í ristavélina

plate-into-toaster

 

 

Sérhannaðar plöturnar eru látnar renna niður í sérstakar ristavélar (sem eru framleiddar í Kína) en þær eru útbúnar sérstökum grindum sem styðja við plötuna. Ristavélin ræður við tvær sneiðar og hver sneið kemur upp úr vélinni, með sjálfsmyndinni alræmdu.

6. Selfie-ristað-brauð!

 

lancetoast-thumb

   

Þetta, gott fólk, mun vera sjálfsmynd af blaðamanninum Lance Ulanoff en hann gegnir stöðu ritstjóra Mashable og er höfundur greinarinnar á enska tungu. Brauðritin sjálf kostar svo litla 75 dollara, eða tæpar 8600 íslenskar krónur en sé upplagið pantað í magni, má vænta þess að vægur afsláttur verði veittur.

SHARE