8 hlutir sem auka líkur á farsælu hjónabandi

1. Ódýrara brúðkaup.
Nýleg rannsókn sem gerð var við Emory University leiddi í ljós að pör sem halda brúðkaup sem hóflega er eytt peningum í eru líklegri til að enda saman. Á meðal kvenþátttakenda var skilnaður 3 til 5 sinnum líklegri heldur annara ef eytt var meira en 2,5 milljónum í brúðkaupsveisluna.

r-THRIFTY-BRIDE-large570

 

2. Ekki hræðast það að kynnast einhverjum í gegnum internetið.
Í gegnum árin hefur það stóraukist að pör kynnist hvort öðru í gegnum internetið. Með tilkomu Compare Hotness og Tinder svo eitthvað sé nefnt. Samkvæmt könnun National Academy of Sciences í Bandaríkjunum kom það í ljós að hjá pörum sem kynntust í gegnum internetið var skilnaðartíðni lægri og almenn ánægja í hjónabandi var hærri.

onlinedating

3. Ertu alltaf á samfélagsmiðlunum þegar þú átt samverustund með maka?
Rannsókn sem gerð var á þessu ári við háskólann í Boston sýndi að of mikil notkun á Facebook og öðrum samfélagsmiðlum ýttu undir óánægju í hjónabandi sem leiðir að sjálfsögðu til hærri skilnaðartíðni. 32 prósent af þeim þátttakendum sem notuðust stöðugt við samfélagsmiðla voru að íhuga það að skilja við maka sinn á meðan einungis 16 prósent af þeim sem voru ekki eins virkir.

smartphones-on-bed

4. Horfa á bíómynd saman.
Pör sem horfa reglulega á bíómyndir saman eru líklegri til að haldast saman. Þegar rannsakendur báðu pör um að horfa á bíómynd saman og að tala um rómantísk sambönd söguhetjanna í hálftíma eftir á sáu þeir tíðni skilnaða minnka um helming. Það er vegna þess að samtöl um ástarsambönd karaktera í bíómyndum er öruggara umhverfi fyrir pör til að hugsa og tala gagnrýnin á eigin sambönd. Þessi rannsókn var birt í Journal of Consulting and Clinical Psychology.

a couple watching TV in a hotel room. lying on a bed. | location: Sydney.Australia.hotel room | description: a couple watching TV in a hotel room. lying on a bed. | location: Sydney.Australia.hotel room

5. Það þykir mikilvægt að þú svarir maka þínum þegar hann er í raun að trufla þig.
Sálfræðingurinn John Gottman vill meina að þegar maki þinn truflar þig þegar þú er að lesa með einhverju jafn litlu og skemmtilegri staðreynd sem hann fann á internetinu þá er hann í raun ekki að reyna að skemmta þér heldur að kalla eftir athygli. Ef þú svarar stöðugt með þeim upplýsingum að þú sér upptekinn ert þú í raun að skemma sambandið.

Eftir að hafa rannsakað svona samskipti á milli nýgiftra hjóna og tekið stöðuna á þeim 6 árum seinna komst Gottman að þeirri niðurstöðu að hjónin sem voru enn gift hefðu veitt maka sínum athygli í þau 9 skipti af 10 þegar annar makinn truflaði hinn í þeim aðstæðum sem voru nefnd hér að ofan. Hjónin sem höfðu skilið voru þau sem veittu hvort athygli í þrjú skipti eða sjaldnar af 10.

r-70000181-large570

6. Nota orðið við þegar þið rífist.
Það segjast elska maka sinn er afar mikilvægt en svo virðist vera sem það að segja við elskum okkur sé betra. Pör sem notuðu orðið við í rifrildi voru líklegri til að leysa deiluna heldur en þau sem notuðu ég eða þú. Rannsóknin var gerð við háskóla í Kaliforníu en hún sýndi einnig samband á milli þess að einstaklingar sem notuðust stöðugt við eintölufornöfn væru óhamingjusamari í hjónabandi.

r-96271864-large570

7. Að sjá makann þinn í hillingum.
Það að sjá maka þinn stöðugt í hillingum og að hafa ofur trú á honum getur gert gæfumuninn í hjónabandi. 222 pör voru beðin um meta maka sinn og þau sjálf á mörgum mismunandi karakter-einkennum nokkrum sinnum yfir þriggja ára tímabil. Þau sem ofmátu  karaktereinkenni maka síns voru líklegri til að halda ástarblossanum lifandi í sambandinu.

article-1296321-0AB5E33E000005DC-428_634x399

8. Njóta þess að gera eitthvað sem báðir aðilar hafa gaman af.
Algengt er að pör haldi að það sé mikilvægast í heiminum að stunda sama áhugamálið en niðurstöður sem voru birtar í Journal of Marriage and Family bentu til þess að ef pör stunduðu sama áhugamálið sem öðrum aðilanum líkaði illa drægu úr hamingju í hjónabandinu.

Þegar hjón stunda áhugamál að sínu skapi eykur það að sama skapi bæði skamm- og langtíma hamingju. Rannsakendur fundu það út að það væri ekki mikilvægt að deila sama áhugamáli heldur væri æskilegra að einstaklingar í hjónabandi stunduðu sín áhugamál hvort sem það væri saman eða í sundur.

r-500816865-large570

Tengdar greinar:

Lykillinn að 75 ára hjónabandi – „Rífumst mikið og sættumst svo“

Hvernig væri heimurinn ef karlmennirnir væru konurnar í hjónabandinu og öfugt?

Fáránleg sambands og hjónabandsráð – 6 atriði

SHARE