Það er alltaf gaman að læra eitthvað nýtt um kynlíf. Cosmo UK tók saman þennan lista um hluti sem karlmenn vilja að makar þeirra vissu. Listann tóku þeir af hlekk á Reddit þar sem karlmenn voru að ræða þetta.

1. Ekki vera of meðvituð um líkama þinn. „Það má vel vera að þér finnist þú ekki vera með flottan líkama, en maðurinn er örugglega alltof upptekinn við að hugsa: „OMG nakin kona“. Ef þú hefur of miklar áhyggjur af útliti þínu í rúminu muntu ekki geta slakað nógu vel á, sem gerir það erfiðara fyrir þig en ella að fá fullnægingu.

„Margar konur verða mjög meðvitaðar um sig þegar þær eru ofaná. Þær halda, einhverra hluta vegna, að þær séu ekki góðar í þessu.  Ef limurinn er inni þá ertu að gera þetta rétt. Þú veist hvað þér finnst gott svo þú gerir þetta bara eins og þú vilt.“

 

2. Vertu áköf. „Óhefluð ákefð í rúminu er æðisleg. Ein besta kynlífsreynsla mín var þegar ég var með stelpu sem grátbað mig um að sofa hjá sér. Ég stríddi henni og það gerði hana alveg brjálaða. Hún veitti mér munnmök og gerði það með svo mikill áfergju og það var klikkað!“

 

3. Tjáðu þig. „Segðu mér ef þér líkar ekki það sem ég er að gera og ef þér líkar eitthvað sem ég er að gera. Ég get ekki fengið það ef þú ert ekki að fá það. Þannig er ég bara. Þetta á kannski ekki við um alla.“

 

4. Ekki gleyma pungnum. „Nuddaðu kúlurnar varlega á meðan þú veitir munnmök. Taktu svo smá pásu til að sjúga þær og sleikja. Þetta er vandasamt verk því þú mátt alls ekki vera of harðhent því það getur verið vont. En ef þú nærð að gera þetta rétt er þetta geggjað.“
„Til þess að finna út hvernig þú mátt handleika punginn, þarftu að tala við manninn og spyrja hann hvernig hann vil láta gera þetta.“

 
5. Kysstu á honum hálsinn. „Kossar á hálsinn gera mig alveg vitlausan. Ég dett bara út og hugsa ekki um neitt annað en hvað þetta er gott. Mér finnst líka gott að kyssa hálsinn á henni.“

 

6. Vertu heiðarleg með það sem kveikir í þér. „Það væri frábært ef konan gæti fullvissað manninn sinn um að það er í lagi að tala opinskátt um það sem kveikir í honum og hún muni ekki dæma hann. Það þýðir ekki að hún muni endilega uppfylla allar hans fantasíur en hún veit þá hvað það er sem hann lætur sig dreyma um.“
„Það er allt í lagi að vilja undirgefinn elskhuga, eða að vilja vera undirgefin/n sjálf/ur. Það er allt í lagi að vilja láta setja eitthvað inn í sparigatið. Það er EKKI í lagi að líða eins og maður sé ófullnægður og of bældur til að segja hvað kveikir í manni.“

 

7. Leyfðu manninum þínum að finna að þú þráir hann. „Ég lá á bakinu og hún var að veita mér munnmök en svo allt í einu hætti hún. Ég opnaði augun og leit á hana og hún horfði beint í augun á mér. Hún tók í hann á mér, frekar fast og sagði: „Ég get ekki beðið eftir að setjast á hann“. Það er ekkert betra en að finna að maður er þráður. Eldmóður hennar gerði þetta geðveikt. Mér leið eins og hún þráði mig meira en allt á þessari stundu.“

 

 

8. Notaðu ísmola. „Blandaðu „þessu venjulega“ saman við eitthvað nýtt. Eitt af mínu uppáhalds er ef hún setur upp í sig ísmola, fyrir munnmök. Það er svo óvænt og er dásamlega gott. Það er ótrúlega gaman að prófa nýja og skemmtilega hluti.“

 

9. Hvettu hann áfram. „Ef það er eitthvað sem maðurinn er að gera sem honum finnst geðveikt (slá þig í rassinn, halda um ökklana á þér eða setja fingur í sparigatið), segðu honum að gera það, í stað þess að bíða bara eftir því að hann geri það. Hann mun elska það!“
SHARE