Sannleikurinn á bakvið andfýlu

Við höfum öll verið andfúl, verum alveg hreinskilin með það. Við þekkjum líka fullt af fólki sem hefur verið andfúlt og sumir virðast bara alltaf eiga við þetta vandamál að stríða.

Það er margt sem getur valdið andremmu. Það getur tengst því að borða ákveðinn mat og drykk og svo eru fæstir með góða lykt úr sér, nývaknaðir á morgnana. Það getur verið mjög óþægilegt að vita að maður sé andfúll og geta ekkert gert í því.

Andremma getur verið vísbending um að viðkomandi þurfi að sinna tannumhirðu betur og getur valdið þessari manneskju andlegri vanlíðan. Stöðugar áhyggjur af því hvað fólk hugsar og hvort þau finni lyktina.

Sjá einnig: Er með svartmyglu í heilanum eftir ferðalag

Hvað veldur?

Andremma getur átt sér ýmsar skýringar. Ákveðnar tegundir matar og drykkja (eins og kaffi og áfengi) eða alltof fátíðar burstanir búa til fullkomnar aðstæður fyrir munninn til að fara að lykta illa. Þetta eru algengustu skýringarnar og ef maður burstar vel og reglulega og notar tannþráð, má fjarlægja matarleifar og bakteríur úr munninum sem geta valdið ólyktinni.

Það eru þó allskyns aðrar ástæður fyrir andremmu og hér eru nokkur dæmi:

  • Tannholdssjúkdómar eins og tannholdsbólga valda því að illa lyktandi bakteríur komi sér fyrir í tannholdinu og undir því.
  • Munnþurrkur, þegar munnvatnskirtlarnir framleiða ekki nóg munnvatn til að væta munninn.
  • Hálskirtlabólga vegna bólgu í slímhúð hálskirtla.
  • Öndunarfærasjúkdómar eins og barkabólga eða skútabólga.
  • Meltingarfærasjúkdómar þar sem of mikil sýra er í meltingarveginum.
  • Alvarlegri kvillar eins og nýrnasjúkdómar og sykursýki geta einnig valdið andremmu.

Stoppaðu þetta snemma

Eins og fyrr segir getur lausnin við andremmu verið mjög einföld en hér eru nokkrar leiðir til að koma í veg fyrir andremmu.

  • Reglulegar heimsóknir til tannlæknis í eftirlit.
  • Að bursta tennurnar að minnsta kosti tvisvar á dag, sérstaklega eftir máltíð.
  • Taktu þér tíma til að bursta tunguna, hún á að vera bleik! Tungan er gróðrarstaður fyrir bakteríur sem eru gulleitar og það er gott að taka þær í burtu.
  • Notaðu tannþráð daglega til að tryggja að svæði sem erfitt er að ná á milli tannanna séu hreinsuð út.
  • Notaðu áfengislaust munnskol áður en þú ferð að sofa.
  • Forðastu allar vörur sem byggjast á tóbaki, reykingar og að taka í vörina.
  • Drekktu nóg af vökva til að tryggja að munnurinn þinn haldist rakur.

Sjá einnig: Maður brjálast í umferðinni og tekur upp byssu

Ef ekkert virkar

Ef ekkert virkar af ofantöldu getur verið að vandinn munninum sem slíkum eða líkamanum yfir höfuð. Þá er alveg vert að kíkja til læknis. Byrjaðu á að reyna það sem er hér að ofan og ef ekkert virkar að panta þér tíma hjá heimilislækni.

Heimildir: Womendailymagazine.com

SHARE