Stórtónleikar í Borgarleikhúsinu – Poppkór Íslands

Stórtónleikar Sniglabandsins og Vocal Project verða haldnir í borgaleikhúsinu þann 19. maí næstkomandi, sérstakur gestur verður Magnús Þór Sigmundsson.

Við fengum að spyrja Matthías Baldursson kórstóra Vocal Project nokkurra spurninga:

 

Fyrir hverja eru tónleikarnir?
Tónleikarnir eru fyrir allan aldurshóp. Þetta verður án efa mikil skemmtun fyrir alla fjölskylduna, enda er Sniglabandið ekki þekkt fyrir neitt annað en að vera óborganlega fyndnir

Verður stuð eða verða tónleikarnir frekar á notalegum nótum ?
Stuð er rétta orðið. Flest þessara laga eru mjög hress og skemmtileg. Inn á milli leynast þó hugljúfar ballöður.

Er von á fleiri tónleikum á næstunni, jafnvel útá landi ?
Við erum að fara í tónleikaferð til Finnlands í byrjun júní, svo er aldrei að vita hvað gerist. Munum pottþétt dúkka upp einhverstaðar í sumar. Þar sem þetta er svo stór kór, þá höfum við því miður ekki efni á því að fara út á landi í bili en vonandi gefst okkur tækifæri til þess sem allra fyrst.

Hvenær byrjaði kórinn og hvernig varð þessi flotti hópur til?
Kórinn var stofnaður í desember 2010. Þá komum við einmitt fram í Kastljósinu ásamt Sniglabandinu og fluttum þar lag sem samið var að tilefni afmælis hjá Rúv. Grunnurinn af kórnum kemur úr Gospelkór HR sem lagður hafði verið niður. Þau langaði að halda hópinn áfram saman og ákváðu að auglýsa eftir stjórnanda. Ég sótti um starfið og var ráðinn strax. Þetta var 12 manna hópur í upphafi en er í dag orðið að 70 manna kór. Við erum stolt af því að kalla okkur “Poppkór Íslands”. Enda eini kórinn á landinu sem einbeitir sér bara að því að syngja vandaða popp tónlist í krefjandi útsetningum.

Hvernig kom þetta samstarf til?
Það kom þannig til að ég hef séð um að útsetja allt brass fyrir Sniglabandið síðustu ár og langaði bara að gera þetta með þeim. Við erum miklir félagar allir og því lá þetta beinast við. Lögin þeirra eru líka bara svo skemmtileg og flott samin. Þetta eru allt miklir snillingar eins og við í Vocal Project

 

Hægt er að næla sér í miða inná midi.is eða hér, einnig ætlum við að gefa einum heppnum lesanda miða á tónleikana og að sjálfsögðu fær viðkomandi að taka einhvern með sér. Ef þú kommentar með uppáhalds laginu þínu með Sniglabandinu ertu komin í pottinn.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here