Líf ungrar konu er í hættu ef hún gengur með barnið – Fær ekki að fara í fóstureyðingu

Hæstiréttur El Salvador leyfir ekki að fársjúk, barnshafandi kona fái fóstureyðingu  jafnvel þó lífslíkur fóstursins séu mjög litlar.  Konan er með lúpus sem er sjálfsónæmis gigtarsjúkdómur  og óvirk nýru og hafa lögfræðingar sem fara með mál hennar fullyrt að líf hennar sé í hættu ef hún gengur með barnið. Ljóst er að það vantar meiri hluta heilans á fóstrinu.

Fóstureyðingar eru bannaðar með öllu í El Salvador. Stjórnarskrá landsins verndar líf allt frá  getnaði.

Konan sem um ræðir og er 22 ára gömul er sögð vera illa haldin bæði af gigtarsjúkdóminum og nýrnarbiluninni. Við athugun  á fóstrinu hefur komið í ljós að mikið vantar á heilann og hauskúpuna. Venjulega deyja börn sem svona er ástatt um fyrir eða fljótlega eftir fæðingu.

Mjög ströng lög gilda um fóstureyðingar í Suður- Ameríku og í mörgum löndum eru þær alveg bannaðar. Önnur lönd, t.d. Kúba leyfa fóstureyðingu ef um nauðgun var að ræða, sifjaspell eða ef líf konunnar er í hættu. Talið er að 95% fóstureyðinga sem voru framkvæmdar í S-Ameríku á árunum 1995-2008 hafi verið gerðar ólöglega og verið hættulegar.  Fóstureyðingar í Suður-Ameríku eru u.þ.b. þrisvar sinnum fleiri á 1000 konur en í Evrópu þar sem fóstureyðingar eru yfirleitt leyfilegar.

Læknar sem fjölluðu um ofangreint mál lögðu til að konan fengi fóstureyðingu en hæstiréttur hafnaði beiðninni. Dómstóllinn, sagði að þeir færu að lögum sem segja að móðir og barn hafi jafnan rétt til lífsins og því hafi hann ekki vald til að dæma á annan hátt í þessu máli. Dómararnir gáfu læknunum fyrirmæli um að halda áfram að fylgjast með barninu og hugsa vel um konuna. Stuðningshópur konunnar ráðgerir að koma henni úr landi þar sem hún gæti fengið þá læknishjálp sem hún þarf að fá. Læknar sem gera fóstureyðingu í El Salvado eiga á hættu að verða teknir og dæmdir í sektir og til fangelsisvistar.

Mjög margir eru ósáttir við úrskurð hæstaréttar  og telja að brýn þörf sé á þvi að ræða lögin um fóstueyðingar eins og þau eru í El Salvador. Það vantar mikið upp á mannréttindi kvenna í El Salvador.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here