Heimatilbúnir Snickers bitar – Uppskrift

Hafðu tilbúinn pakka sem þú ætlar að gera snickers bitana í, ég notaði einnota álform og setti smjörpappír í botninn svo auðvelt var að vippa þessu upp úr í heilu lagi áður en það er skorið niður í bita.

1. lag
300 gr. mjólkursúkkulaði
60 gr. hnetusmjör

Skerðu mjólkursúkkulaðið í bita og bræddu það í potti ásamt hnetusmjörinu. Helltu súkkulaðinu í formið og láttu kólna alveg.

2. lag
60 gr. smjör
200 gr. sykur
60 ml. sæt mjólk (condenced milk fæst í kosti) einnig hægt að nota g-mjólk
1 dolla Marsmallow fluff (fæst í Hagkaup og kosti, einnig hægt að búa til heimatilbúið marsmallow fluff)
60 gr. hnetusmjör
200 gr. salthnetur skornar gróft
1 tsk. vanilludropar

Bræðið smjörið í potti og bæti svo sykrinum og mjólkinni saman við, hrærið þangað til sykurinn hefur leysts upp, látið malla í rúmlega 5 mín. passið að hræra oft á milli svo sykurinn brenni ekki.
Bætið því næst Marsmallow fluffinu, hnetusmjörinu og vanilludropunum saman við. Hrærið þangað til allt hefur blandast vel saman.
Takið pottinn af hellunni og bæti salthnetunum saman við. Hellið blöndunni yfir súkkulaðið og kælið alveg.

3. lag
400 gr. freyju karamellur
60 ml. rjómi

Bræðið karamellurnar ásamt rjómanum í potti yfir meðal háum hita, hrærið þangað til karamellurnar hafa bráðnað alveg.
Hellið yfir og kælið vel.

4. lag
150 gr. dökkt súkkulaði
150 gr. mjólkursúkkulaði
60 gr. hnetumsjör

Skerðu súkkulaðið í grófa bita og bræddu í potti ásamt hnetusmjörinu. Helltu yfir karamellurnar og kælið í minnst 1 klst. þangað til þið skerið í bita.

Ég setti þetta inn í ísskáp á meðan ég undirbjó það sem átti að koma næst. Gott er að geyma í ísskápnum þangað til þetta er borið fram því að karamellan vill leka út.

Uppskriftina fengum við hjá Thelmu sem heldur úti þessari dásamlegu síðu Freistingar Thelmu sem má finna hér.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here