Hætta, byrja, hætta, byrja, hætta, byrja……..

Ég nota facebook, eflaust eins og þið öll sem eruð að lesa þennan pistil.
Við eigum það þá hugsanlega sameiginlegt að vera með par á FB sem stöðugt hættir og byrjar saman,
þannig að upp kemur í fréttaveitunni ….er á lausu, er í sambandi tveimur dögum seinna og þannig gengur það.

Ég skil ósköp vel ef um er að ræða unglinga enda fer samband þeirra að mestu í gegnum samskiptasíðuna.
En fullorðið fólk sem jafnvel á börn, er þetta þá málið?

Fullorðnar manneskjur sem þrasa í sambandi eins og gengur og gerist og það er það fyrsta sem fólk gerir í reiði sinni er að skrá sig úr sambandi Á NETINU.
Sama kvöld er fólk gjarnan búið að ná sér og orðið sátt og skráir sig þá aftur í samband daginn eða tveimur dögum eftir.

Væri ekki svolítið skynsamlegt að meta það hvort fólk ætlar að vera saman eða ekki og hætta að runka sér á þessum sambands tökkum á facebook.
Það væri t.d sterkur leikur að skrá sig sem ekkert, s.s hvorki sambandi né á lausu þangað til fólk hefur tekið þá ákvörðun að vera saman í það minnsta mánuð!

Foreldrar eiga líka að hafa þá skynsemi og meta hvort um sé að ræða manneskju sem þú ætlar að vera með eitthvað áfram, það er alveg útí hött þegar fólk er farið eins og skot í samband á FB og jafnvel annar aðilinn fluttur inn. Byrjar svo sagan endalausa, flytja út á lausu á FB, flytja inn, í sambandi á FB…
Það hefði enginn þurft að vita af þessu rifrildi sem fór fram eitt kvöldið nema bara af því þið kusuð að setja það á netið.
Er ekki spurning um að meta og skoða í smá tíma hvort fólk ætlar að vera saman og þá skrá sig í samband, nú ef upp kemur vandamál er þá ekki í lagi að ganga úr skugga að annað hvort er fólk hætt saman eða ekki.
Er þá ekki betra að hafa ekki skráð sig úr sambandi ef fólk sættist strax hvort sem er..

Hugsið ykkar gang, lífið er klárlega ekki allt á samskiptavefnum.
Við þurfum ekki að vita ALLT

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here