Hollensk hönnun handa fagurkerum

„Allt byrjaði þetta út frá sameiginlegri ástríðu okkar á að skapa, greina þær Ina og Ingrid frá á heimasíðu sinni.” Ingrid er grafískur hönnuður og Ina inanhússarkitekt og saman reka þær AMAI sem sérhæfir sig í framleiðslu á húsbúnaðarvörum. „Eins miklir fagurkerar og við erum þá byrjuðum við á að leika okkur að búa til hluti handa okkur sjálfum, eitt leiddi af öðru sem endaði með því að AMAI varð til”  segja þær ennfremur. Í dag eru AMAI vörurnar seldar víðsvegar um heiminn. Velgengni fyrirtækisins kemur ekki á óvart því um einstakalega fallega muni er að ræða eins og myndirnar bera ótvírætt vitni um. Fyrir þá sem vilja sjá meira frá þeim stöllum þá er haust- og vetrarbæklingur fyrirtækisins HÉR.

Ljósmyndir: Amai

amai collection

amai-wood

amai-wood-ceramic

d18fbac6e46936400b528f5daf22f6ca

3cb8e9684143fe0fc6d111b654ae8256

SHARE