Að lifa með alkóhólisma

ATH. Þessi grein er aðsend. Í Þjóðarsálinni getur fólk sent inn greinar, nafnlaust. Skoðanir sem að birtast í innsendu efni endurspegla ekki skoðanir Hún.is

Ég vil endilega koma á framfæri hvernig margir sem að eru með sjúkdóminn alkóhólisma eru með fordóma gagnvart sjálfum sér og aðstæðum sínum. 


Alkóhólismi er eini sjúkdómurinn í heiminum sem að hefur þau áhrif á fólk að það verður sárt og reitt út í sjálfan sig og dæmir sjálfan sig hvað eftir annað. Þeir sem að eru með alkóhólisma verða líka fyrir fordómum frá heilbrigðis kerfinu, fjölskyldu sinni og samferða mönnum. 


Ég átti samtal við vinkonu mína um daginn og við erum báðar að glíma við þennan sjúkdóm og erum báðar haldnar ákveðnu sjálfshatri eftir margar tilraunir til þess að verða edrú. 
Við ásökum sjálfar okkur stöðugt og berjum okkur sjálfar í huganum fyrir að vera svona miklir aumingjar sem að geta ekki verið edrú. 
Við erum báðar með áfallastreituröskun vegna slæmrar og erfiðrar æsku sem að mótaði okkur báðar mjög mikið. 
Við höfum reynt að leita okkur hjálpar og höfum fengið hana að einhverju leyti en ekki fengið viðeigandi meðferð við áfallastreitunni af því að til þess að fá viðeigandi meðferð þurfum við að vera edrú í 4-6 mánuði til þess að eiga rétt á meðferð. Það hefur reynst okkur báðum um of, alveg sama hvað við reynum mikið. 

Sjá einnig: Lífshlaup íslensks einstaklings sem fæddist með sköp árið 1982


Ef að maður kynnir sér fíknifræði að einhverju leyti þá kemur í ljós að Gabor Mate sem er fremsti prófessor í heiminum í fíknifræðum mælir með að fyrst fari fram áfallameðferð og síðan fíknimeðferð af því að 90% alkóhólista eru með mikla áfalla sögu að baki. 
Ég átti samtal við vin minn sem er mjög kærleiksríkur og fordómalaus og hann sagði mér að henda svipunni sem að ég er alltaf með á bakinu á mér og sagði mér einnig að hætta að dæma sjálfa mig fyrir að vera með ólæknandi sjúkdóm. 


Ég og vinkona mín erum að reyna að fara að hans ráðum og mér fannst ég endilega þurfa að deila þessu með öðrum sem að eru kannski í sömu stöðu. 
Kær kveðja S

Ef þú vilt deila reynslu þinni í Þjóðarsálinni, mátt þú endilega senda okkur póst á hun@hun.is og saga þín verður birt. Þú ákveður hvort hún eigi að vera nafnlaus eða ekki. 

SHARE