Armstrong fjölskyldan fagnar nú komu lítillar stúlku sem hefur verið nefnd Addyson. Stúlkan var óvenjulega stór og læknar sem tóku á móti stúlkunni segja að hún sé stærsta barn sem hefur fæðst á spítalanum.

Stúlkan var hvorki meira né minna en 26 merkur!

Stúlkan fæddist með keisaraskurði. Börn sem fæðast svona stór geta átt við vandamál að stríða eins og fullorðið fólk sem er of þungt. Læknar hafa greint frá því að börn sem eru of þung eru í aukinni áhættu bæði í fæðingu og eftir fæðingu. Þegar barn er fætt óeðlilega stórt getur það verið vegna meðgöngusykursýki móðir eða offitu ásamt ýmsu öðru sem þarf að taka til greina. Börn sem eru of þung eru í meiri hættu á að fá sykursýki.

Hér sjáum við myndband af þessari fallegu fjölskyldu
[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”diV1lU8maD8″]

SHARE