Ætlaði að kveikja í kónguló en kveikti í heimili sínu

Það getur verið dýrkeypt að vera hræddur við kóngulær eins og Ginny M. Griffith komst að á heimili sínu í Kansas. Hún hefur verið kærð fyrir íkveikju eftir að hún reyndi að drepa kónguló á heimili sínu.

Ginny notaði bílakveikjara til að kveikja í handklæðum sem hún ætlaði að nota til að brenna kóngulóna en í staðinn kviknaði í íbúðinni hennar. Slökkviliðið var kallað á staðinn og komu 5 slökkvibílar á staðinn til þess að ráða bug á eldinum en að sögn slökkviliðsmannanna voru eldsupptökin á nokkrum stöðum í íbúðinni. 

Ekki er vitað hvort Ginny hafi náð að drepa kóngulóna eða ekki. 

 

SHARE