„Allir í Timberland skóm“ – Eru ekki skólabúningar málið?

Af hverju eru allar umræður um skólabúninga hættar? Ég man þegar ég var í grunnskóla þá var mikið talað um þetta en ég hef ekkert heyrt af þessu í nokkur ár. Ég er sjálf 20 ára í ár og ég verð bara að segja að mér finnst krakkar í grunnskóla þurfa á skólabúningum að halda.

Ég kem frá tæplega 3000 manna bæjarfélagi og ég fann fyrir því þegar ég var yngri að ef þú varst ekki í rétta klæðnaðinum þá varstu bara ekki neitt. Ég sjálf varð reyndar aldrei fyrir einelti en margir af vinum mínum hafa gengið í gegnum algjört helvíti. Ég tók nú bara rebel-in á þetta og neitaði að vera eins og allir hinir, ég man sérstaklega eftir því þegar mamma mín var að reyna að koma mér í einhver svona “tískuföt” en þá voru ponsjó í mikilli tísku og ég ætlaði sko ALDREI! að fara í þetta, „mamma, það eru sko allir í þessu!“, ég tala nú ekki um kavasaki skóna, carhartbuxurnar, abercrombi og hollister merkjavörurnr sem eru nú ennþá í umferð. Sum börn pæla mikið í því hvernig þau líta út, en svo eru mörg börn sem er alveg sama, þau hlakkar bara til að fara með hárið útíloftið í rifnu íþróttabuxunum og appelsínugula (allt of stóra) íþróttabolnum út að leika við alla þessa vini.

Eftir því sem maður verður eldri áttar maður sig nú á því smátt og smátt að það er gaman að vera í og eiga fallegar flíkur en það er ekki nauðsynlegt fyrir grunnskólabörn, ég fann svo vel fyrir þessu þegar ég byrjaði í vinnu þar sem allir eru í eins einkennisfatnaði, að ég sjálf sem hélt að ég væri fordómalaus var að kynnast ótúlegasta fólki í vinnunni, fólki sem ég myndi aldrei detta til hugar að eiga samræður við, núna erum við orðin stór en náin hópur og í þessum hópi er allskonar fólk, fötin segja ekkert til um hvaða pessónu fólk hefur að geyma.
Ég kemst ekki hjá því að hugsa til þess að ef við værum að vinna í okkar eginn fötum af hverju ég væri að missa, ég hefði aldrei kynnst þessu æðislega fólki af því að ég væri að dæma það ósjálfrátt. Fólk ættlar sér ekki að dæma en við setjum ósjálfrátt „týpu” stimpilinn á fólk.

En aftur að efninu, Ég fór í sund í heimabæ mínum um daginn þegar skólasundið var ennþá í gangi og mér eginnlega bara brá þegar ég kom að skóhillunum, þær voru gjörsamlega hlaðnar af barna timberlandskóm í öllum stærðum og gerðum, ég held ég hafi talið 4 skópör sem voru öðruvísi. Þetta eru náttúrulega klikkað flottir skór en ég veit líka alveg hvað þeir kosta, það eru ekki allir foreldrar sem geta þetta þó þeir vilji nú gera allt fyrir krílin sín.

Auðvitað eru ekki allir skólar eins og eineltið virðist vera margskonar en ég held að skólabúningar gætu komið í veg fyrir mismunun á þeim sem hafa kanski ekki alltof mikið á milli handana og get því ekki haldið í við þessa tísku sem breitist stöðugt. Það þurfa ekki allir að vera sammála mér en það þarf að koma þessari umræðu aftur af stað. 🙂

Margir velta því örugglega fyrir sér hvernig ætti að fjármagna þessa aðgerð, því alltaf verður maður að borga, en það er spurning að borga nokkar þúsundkalla á ári fyrir hugsanlega betri líðan hjá börnunum okkar.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here